Allar fréttir
Iðnaður er stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar
Í nýrri greiningu sem Samtök iðnaðarins vann kemur fram að iðnaður er stærsta útflutningsgrein hagkerfisins. Útflutningstekjur álfyrirtækjanna þriggja er um helmingur iðnaðarútflutningsins.Vanmat olli eldsneytisþurrð hjá N1 á Egilsstöðum
Í um klukkustundarskeið um helgina var ekkert eldsneyti að fá á þjónustustöð N1 á Egilsstöðum þegar eldsneytistankar tæmdust vegna mikillar sölu en óvenju margt ferðafólk hefur dvalið austanlands síðustu vikuna eða svo.
Lítið um strokulaxa í austfirskum ám
Fáir strokulaxar úr fiskeldi hafa fundist í austfirskum ám. Vísbendingar eru um talsverða erfðablöndun í stofninum í Breiðdalsá milli villts lax og eldislax en óvíst hvernig hún er tilkomin. Stór strok úr eldi á Vestfjörðum virðist ekki hafa áhrif enn eystra.Eilífur starfsmannaskortur vegna íbúðaleysis má ekki hindra framtíð Austurlands
Einar Birgir Kristjánsson ætlaði að prófa að búa í ár á Austurlandi en þau eru nærri orðin fjörtíu. Hann byrjaði til sjós en stofnaði síðan Tandraberg til að þjónusta útgerðir. Einar hefur á síðustu árum fengið áhuga á nýtingu skógarafurða til húshitunar.Framkvæmdaleyfi fengið vegna virkjunar nýs vatnsbóls fyrir Djúpavog
Fyrr í þessum mánuði samþykkti umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings að fela skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins að gefa út framkvæmdaleyfi vegna virkjunar nýs neysluvatnsbóls fyrir Djúpavog.