Allar fréttir

Þátttaka í Klifurhátíðinni á Seyðisfirði langt umfram væntingar

Klukkan 16 í dag hefst allra fyrsta Klifurhátíðin á Seyðisfirði en að undirbúningi hennar hefur verið unnið sleitulítið í rúmt ár. Skipuleggjendur gerðu sér vonir um að 50 klifurkappar tækju þátt en nú þegar skráningu er lokið er sú spá fokin út í veður og vind. Fjöldinn telur rúmlega 120 keppendur.

Lesa meira

Færa samtímalist til fjöldans í Fjarðarborg

Það engar nýjar fréttir að hópurinn Já Sæll, sem stendur að rekstri og uppákomum í Fjarðarborg á Borgarfirði eystri, bryddi reglulega upp á óvenjulegum viðburðum. Skemmst að minnast viðburða á borð við Jól í júlí, þorrablót að sumarlagi eða arabískra þemudaga. Þetta sumarið skal gera samtímalist hátt undir höfði.

Lesa meira

Bygging viðbyggingu Múlans hafin

Fyrsta skóflustungan að tæplega 800 fermetra viðbyggingu samvinnuhússins Múlans í Neskaupstað var tekin í síðustu viku. Þegar er búið að leigja út nær allt pláss í henni. Tilkoma hússins hefur skapað fjölda nýrra starfa þar.

Lesa meira

Helgin: Málar mest í Álfaborginni

Listakonan Elín Elísabet Einarsdóttir opnar í dag málverkasýningu á Borgarfirði eystra með verkum sem hún hefur málað þar undanfarnar þrjár vikur. Bæjarhátíð Vopnfirðinga, fyrsta klifurhátíðin á Seyðisfirði og fjöldi tónleika er meðal þess sem er í boði á Austurlandi um helgina.

Lesa meira

„Eins og björt gítarnögl á himninum“

Rannsóknaloftbelgurinn Sunrise-III vakti athygli íbúa víða á Austur- og Norðurlandi þegar hann sveif yfir svæðið í um 37 kílómetra hæð í gærkvöldi. Stjörnufræðingur segir markmiðið að rannsaka segulsvið Sólarinnar sem nýtist meðal annars til bæta fjarskipti á Jörðinni.

Lesa meira

Ná árangri í tölvuleikjum og viðhalda tengslum

Um fjögur ár eru síðan nýjasta deildin innan Ungmennafélagsins Austra var stofnuð og hefur sú deild vaxið og dafnað vel á þeim tíma. Hér verið að meina rafíþróttadeild félagsins, hvers forsprakkar hafa verið duglegir að koma deildinni á framfæri. Nánast frá upphafi hefur verið boðið upp á ýmis konar námskeið og leiðsögn fyrir börn og unglinga sem vilja ná árangri í hinum og þessum tölvuleikjum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.