Allar fréttir
Eru varmadælur svarið á köldum svæðum?
Stór hluti Austurlands flokkast sem kalt svæði, sem þýðir að heitavatnsuppsprettur eru of fjærri til að hægt sé að nota þær til húshitunar. Húshitun er líka dýrari á þessum svæðum. Varmadælur hafa víða gefið góða raun til að ná niður hitunarkostnaði.Vel yfir 300 manns bjóðast til að skutla til og frá Egilsstaðaflugvelli
Þegar þetta er skrifað hafa vel rúmlega 300 einstaklingar skráð sig í hópinn Skutl til og frá Egilsstaðaflugvelli sem settur var á laggirnar í gærdag. Hugmyndin er að í stað þess að greiða drjúgar upphæðir fyrir bílastæði við völlinn skiptist meðlimir á að skutla eða sækja aðra meðlimi þegar kostur er á.
Eiðar að vakna svo um munar
Austanlands er tiltölulega óalgengt að hægt sé að sækja tónleika með landsfrægu tónlistarfólki á mánu-, þriðju- og miðvikudögum. En í byrjun næstu viku verður það hægt í hátíðarsalnum að Eiðum.
Sex einkaþotur á Egilsstaðaflugvelli
Sex einkaþotur voru í dag staðsettar á Egilsstaðaflugvelli. Fjórar þeirra tilheyra Ineos, fyrirtækinu sem gjarnan er kennt við breska auðkýfinginn Sir Jim Ratcliffe sem keypt hefur land við laxveiðiár í Vopnafirði.Menningarhátíðin Innsævi tekist vonum framar
Allra síðustu viðburðirnir á lista- og menningarhátíðinni Innsævi í Fjarðabyggð fara nú fram en hátíðinni lýkur um helgina. Verkefnastjóri segir afar gleðilegt hvað gestum hefur fjölgað mikið að þessu sinni.
Hafnartekjur af skemmtiferðaskipum í Múlaþingi 163 milljónir árið 2022
Samkvæmt úttekt sem unnin hefur verið um efnahagsleg áhrif skemmtiferðaskipa á Íslandi voru tekjur hafna Múlaþings vegna slíkra skipa árið 2002 rétt tæpar 163 milljónir króna. Tekjur hafna Fjarðabyggðar sama ár rétt rúmar 6 milljónir króna.