Klukkan 16 í dag hefst allra fyrsta Klifurhátíðin á Seyðisfirði en að undirbúningi hennar hefur verið unnið sleitulítið í rúmt ár. Skipuleggjendur gerðu sér vonir um að 50 klifurkappar tækju þátt en nú þegar skráningu er lokið er sú spá fokin út í veður og vind. Fjöldinn telur rúmlega 120 keppendur.
Það engar nýjar fréttir að hópurinn Já Sæll, sem stendur að rekstri og uppákomum í Fjarðarborg á Borgarfirði eystri, bryddi reglulega upp á óvenjulegum viðburðum. Skemmst að minnast viðburða á borð við Jól í júlí, þorrablót að sumarlagi eða arabískra þemudaga. Þetta sumarið skal gera samtímalist hátt undir höfði.
Fyrsta skóflustungan að tæplega 800 fermetra viðbyggingu samvinnuhússins Múlans í Neskaupstað var tekin í síðustu viku. Þegar er búið að leigja út nær allt pláss í henni. Tilkoma hússins hefur skapað fjölda nýrra starfa þar.
Listakonan Elín Elísabet Einarsdóttir opnar í dag málverkasýningu á Borgarfirði eystra með verkum sem hún hefur málað þar undanfarnar þrjár vikur. Bæjarhátíð Vopnfirðinga, fyrsta klifurhátíðin á Seyðisfirði og fjöldi tónleika er meðal þess sem er í boði á Austurlandi um helgina.
Loftbelgur, notaður til rannsókna á himingeimnum blasti við Austfirðingum í gærkvöldi. Belgurinn er á stærð við íþróttavöll og getur borið á fjórða tonn.
Rannsóknaloftbelgurinn Sunrise-III vakti athygli íbúa víða á Austur- og Norðurlandi þegar hann sveif yfir svæðið í um 37 kílómetra hæð í gærkvöldi. Stjörnufræðingur segir markmiðið að rannsaka segulsvið Sólarinnar sem nýtist meðal annars til bæta fjarskipti á Jörðinni.
Um fjögur ár eru síðan nýjasta deildin innan Ungmennafélagsins Austra var stofnuð og hefur sú deild vaxið og dafnað vel á þeim tíma. Hér verið að meina rafíþróttadeild félagsins, hvers forsprakkar hafa verið duglegir að koma deildinni á framfæri. Nánast frá upphafi hefur verið boðið upp á ýmis konar námskeið og leiðsögn fyrir börn og unglinga sem vilja ná árangri í hinum og þessum tölvuleikjum.