Allar fréttir
Mikil afföll á fuglum eftir hretið í júní
Vísbendingar eru um að mikil afföll hafi verið á fuglum á Austurlandi í óveðrinu sem gekk yfir fjórðunginn í byrjun júní. Þar sem verst lætur virðist um helmingur varps hafa misfarist.„Alltaf verið heilluð af dýrum“
Sunna Júlía Þórðardóttir þekkir öll dýrin á Skorrastað í Norðfjarðarsveit með nafni. Hún starfar þar með foreldrum sínum að búinu og ferðaþjónustu sem byggð hefur verið upp í kringum hestaferðir. Þess utan er hún starfsmaður blakdeildar Þróttar og spilar með kvennaliðinu.„Sláandi lágar“ fjárhæðir koma í hlut Austurlands vegna rannsókna- og þróunar
Skattafrádráttur vegna rannsóknar- og þróunarverkefna hefur síðasta áratuginn því sem næst eingöngu skilað sér til höfuðborgarsvæðisins. Hið sama má segja um úthlutanir úr tækniþróunarsjóði. Sáralítið hlutfall hefur runnið til landsbyggðarinnar og hvað minnst til Austurlands. Þingmaður segir sláandi hvað lítið skili sér út á land og kallar eftir bættri ráðgjöf.Fótbolti: FHL komið í sex stiga forustu
FHL er komið með sex stiga forustu á toppi Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á Selfossi um helgina. Í annarri deild kvenna er Einherji á skriði.Viljayfirlýsing landsbyggðarfjölmiðla til samstarfs og áskorun til menningar- og viðskiptaráðherra
Miklar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi fjölmiðla undanfarin ár með þeim afleiðingum að rekstur margra héraðsfréttamiðla er kominn að þolmörkum. Má þar nefna breyttan fjölmiðlalestur yngra fólks, breytingar á auglýsingamarkaði, hærri póstburðargjöld og hækkun verðlags. Auglýsingar hafa í vaxandi mæli ratað á erlenda samfélagsmiðla og streymisveitur.Vinna hafin að bæta enn frekar gönguaðstöðu ferðafólks við Stuðlagil
Vinna er nú formlega hafin að bæta enn frekar aðgengi ferðafólks að náttúruperlunni Stuðlagili en í sumar skal fara langleiðina með að bæta og stækka göngu- og tengistíga í landi Grundar auk þess sem komið verður fyrir fjórum nýjum göngubrúm. Öryggi ferðafólks mun stóraukast með framkvæmdunum.