Í aldarfjórðung hefur verið fastur liður á aðventu að rithöfundar ferðist um Austurland og lesi úr nýútgefnum bókum sínum. Af ferðinni verður ekki í ár vegna samkomutakmarkana en lesturinn færist þess í stað yfir á Austurfrétt.
Í gærdag var gleðidagur á leikskóladeild Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla á Breiðdalsvík þegar nýtt húsnæði Leikskólans var tekið í notkun. Starfsemin hefur nú fengið aðstöðu í nýuppgerðum stofum í húsnæði grunnskólans á Breiðdalsvík.
Austfirðingarnir Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir, sem báðar sitja á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi, hafa hug á að bjóða sig aftur fram í þingkosningunum 25. september á næsta ári.
Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands bíður, eins og aðrir landsmenn, eftir nýjum reglum um samkomutakmarkanir. Núverandi reglur renna út um miðja næstu viku.
Verið er að undirbúa komu nýs og öflugs þurrkara í bræðsluna hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði. Kemur hann í staðinn fyrir þá tvo sem fyrir voru en þeir eru orðnir rúmlega 40 ára gamlir.
Verulegra fjárfestinga er þörf á Egilsstaðaflugvelli vegna skorts á viðhaldi á undanförnum árum auk aðgerða svo flugvöllurinn standi undir kröfum sem gerðar eru til fyrsta varaflugvallar Keflavíkurflugvallar, t.d. varðandi flughlað, akstursbraut, yfirlögn á flugbraut og þjónustu.
Langur vegur virðist milli færustu vísindamanna mannkynssögunnar og fyrsta íslenska ráðherrans sem sagði af sér embætti. Leiðir þeirra liggja hins vegar saman í silfurbergsnámunni á Helgustöðum við utanverðan Reyðarfjörð. Sérfræðingur sem skoðað hefur sögu námunnar segir fáa staði á Íslandi jafn þýðingarmikla fyrir mannkynssöguna og hana.