Allar fréttir

Frítt að leggja í fjórtán klukkutíma

Isavia Innanlandsflugvellir hafa ákveðið að ókeypis verði að leggja við flugvellina á Egilsstöðum og á Akureyri í 14 tíma. Gjaldtaka fyrir bílastæði þar og við Reykjavíkurflugvöll hefst á morgun.

Lesa meira

Tvö útköll björgunarsveita austanlands í nótt

Áhöfn björgunarbátsins Hafbjargar í Neskaupstað kom skipverja á litlum fiskibát til aðstoðar um fimm leytið í morgun en sá hafði slasast illa á fæti og var ófær um að sigla bátnum til hafnar. Var báturinn þá um sextán sjómílur austur af Norðfjarðarhorni. Þyrla Landhelgisgæslunnar var líka kölluð til og þurfti að hífa manninn í börum um borð í þyrluna af fiskibátnum.

Lesa meira

Skip Síldarvinnslunnar gerð tilbúin til makrílveiða

Stefnt er að því að Börkur, Barði og Beitir, skip Síldarvinnslunnar, fari til makrílveiða í vikunni. Vinnsla félagsins í Neskaupstað verður um svipað leyti tilbúin til að taka á móti hráefni þótt viðbúið sé að einhvern tíma taki að finna fiskinn.

Lesa meira

Stríðsárasafnið opnar aftur eftir hlé en gestir óvenju fáir

Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði opnaði á ný í byrjun júní eftir að hafa verið lokað allt síðastliðið sumar í kjölfar mikilla skemmda á safnahúsum þess í miklu óveðri í september 2022. Aðsóknin verið afar róleg hingað til en skýringar á því geta verið margvíslegar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar