Allar fréttir
Skrið á hlutina við nýbyggingu eldri borgara á Egilsstöðum
Ekki aðeins eru framkvæmdir við nýtt fjölbýlishús fyrir eldri borgara að Miðvangi á Egilsstöðum komnar á góðan rekspöl eftir nokkra lægð í vetur heldur og eru aðstandendur hugsanlega að ná góðum samningum við aðila sem geta lokið við verkið.
Starfsfólk sjúkrahúsanna fékk samfélagsviðurkenningu Krabbameinsfélagsins
Starfsfólk sjúkrahússins í Neskaupstað ásamt starfsfólki annarra sjúkrahúsa landsins tók í síðasta mánuði við sérstakri viðurkenningu Krabbameinsfélagsins sem veitt er árlega þeim aðilum er lagt hafa málstað þeirra lið með eftirtektarverðum hætti.
Ástand lundans ekki gott en einna best á Austurlandi
Ný ítarleg skýrsla um lundastofninn í landinu leiðir í ljós að ástandið er heilt yfir ekki gott. Stofninn dregist saman áratugum saman vegna aukins sjávarhita, fæðuskorts á ungatíma og líkast til vegna þess að veiðar eru sennilega stofnvistfræðilega ósjálfbærar.