Allar fréttir

Ekkert smit og enginn í sóttkví

Enginn er í einangrun vegna Covid-19 smits né í sóttkví á Austurlandi. Enginn annar landshluti státar af því í dag. Yfirlögregluþjónn segir ástæðu til að gleðjast en minnir Austfirðinga á að halda vöku sinni.

Lesa meira

Framboð og nýting hótelherbergja minnkaði minnst á Austurlandi

Austurland varð fyrir minnstum skakkaföllum á landsvísu þegar skoðaðar eru tölur Hagstofunnar um framboð og nýtingu hótelherbergja í júlí s.l. miðað við sama mánuð í fyrra. Samdrátturinn var aðeins 7.5% á Austurlandi. Mestur varð hann á Suðurnesjum eða 59,4%.

Lesa meira

Erum í betri stöðu en margir aðrir

Björn Ingimarsson bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs segir að þeir séu í betri stöðu en mörg önnur sveitarfélög á landinu, sérstaklega á Suðurnesjunum. Það sé þó samdráttur og fyrirsjáanlegt atvinnuleysi í ferðamannageiranum á Fljótsdalshéraði eins og allsstaðar annarsstaðar.

Lesa meira

Munar um hverja krónu fyrir sveitarfélögin

Gauti Jóhannesson sveitarstjóri á Djúpavogi segir að það muni um hverja krónu sem sveitarfélögin geti fengið frá hinu opinbera. Eins og fram hefur komið í fréttum um helgina er talið að sveitarfélögin í landinu í heild þurfi um 33 milljarða kr. til að bæta upp tekjumissinn sem orðið hefur vegna COVID.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar