Í tilkynnningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að um borð í Norrænu sem er á leið til landsins eru tveir farþegar sem greindust jákvæðir við Covid-19 í skimun í Danmörku og hafa þeir verið í einangrun um borð. Ekki leikur grunur á að aðrir farþegar hafi smitast.
Búið er að koma upp stálstigum og útsýnispöllum niður að Stuðlagili við bæinn Grund á Efri Jökuldal. Lítilsháttar frágangsvinna er eftir en bíður hún þess að verktakinn komi úr sumarfríi. Reiknað er með að endanlega ljúki framkvæmdum í næsta mánuði.
Vatn byrjaði að renna um yfirfall Hálslóns á laugardag og niður farveg Jökulsár á Dal á laugardag. Áin er þar með heldur fyrr á yfirfalli en undanfarin ár.
Lögreglan á Austurlandi hefur til rannsóknar eitt mál þar sem grunur er um að einstaklingur hafi brotið gegn lögum um sóttkví. Ekkert nýtt smit hefur greinst í fjórðungnum í rúma viku.
Náttúruminjasafn Íslands vill stofna eitt stærsta steinasafn landsins á Breiðdalsvík. Safnið myndi byggja á steinasöfnun Björns Björgvinssonar sem búsettur er á staðnum. Tveir jarðfræðingar hafa unnið s.l. tvo mánuði við að flokka steina og mynda þá. Um er að ræða safn upp á um tuttugu þúsund steina.
Talsverðar hreyfingar eru milli sæta á frambjóðendum Austurlistans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í nýju sveitarfélagi. Engar breytingar eru þó á efstu fimm sætunum.
Ómar Bogason skrifstofustjóri Síldarvinnslunnar segir að ekkert gangi að fá fólk til starfa í fiskvinnslu hjá þeim. Fyrirtækið muni auglýsa eftir fólki í vikunni.