Starfsmenn Landhelgisgæslunnar luku seinni partinn í dag við að steypa yfir þann hluta flaks El Grillo á Seyðisfirði sem olía hefur lekið úr. Stjórnandi aðgerðarinnar segir hana hafa gengið hratt og vel fyrir sig.
Undanfarnar vikur hafa reynt á þá sem standa í veitingarekstri. Margir hverjir hafa þó leitast við að bjóða upp á ýmsar nýjungar í þjónustu auk þess að nýta tímann til að betrumbæta aðstöðu og umhverfi staðanna. Meðal þeirra eru eigendur Nielsen á Egilsstöðum.
Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að aðhafast ekki í kaupum Orkusölunnar og Rarik á Rafveitu Reyðarfjarðar. Niðurstaða eftirlitsins er að markaðsráðandi staða hvorki verði til né styrkist við viðskiptin.
Söfn voru meðal þeirra sem fengu að opna dyr sínar fyrir almenningi á ný þegar slakað var á samkomubanni þann 4. maí. Covid-19 faraldurinn hefur haft þau áhrif að flest söfn á Austurlandi hafa seinkað sumaropnun sinni og þau sem nú eru opin eru mörg með skemmri opnunartíma en í venjulegu ári.
Íbúar á Austurlandi hafa undanfarna daga orðið varir við fugla í meira mæli í byggð heldur en oft á þessum árstíma. Sérfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands telur mikinn snjó á heiðum helstu skýringuna.
Breiðdælingurinn Hrafnkell Lárusson er einn fjögurra sem nýverið hlutu styrk úr minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar. Hrafnkell vinnur að rannsókn á þætti almennings í þróun Íslands sem lýðræðisríkis.