Ekkert nýtt covid-19 smit greindist á Austurlandi síðasta sólarhring. Brýnt er fyrir íbúum að huga áfram að almennri heilsu sinni og ekki hika við að leita til heilsugæslu ef á þarf að halda.
Afstaða Lyfjastofnunar til innflutnings á fræjum til ræktunar iðnaðarhamps er óbreytt þótt lögreglustjórinn á Austurlandi hafi fellt niður mál á hendur ábúendum á bænum Gautavík í Berufirði. Rannsókn lögreglu hófst eftir ábendingu stofnunarinnar.
Ekki kemur til greina að reyna að fá undanþágur frá tilmælum um samkomubann þrátt fyrir að covid-19 smit á Austurlandi sé mun minna en gerist á landsvísu. Áfram þurfi að sýna árvekni. Yfirlögregluþjónn segir íbúa hafa sýnt samviskusemi við að framfylgja tilmælum yfirvalda.
Jón Ragnar Helgason, sjómaður til þrjátíu ára á Vopnafirði, hefur hafið framleiðslu á vistvænum tréleikföngum. Þrátt fyrir að vera ekki smiður þá fellur eplið sjaldan langt frá eikinni en faðir hans og afi voru báðir smiðir. Handverkið er því í blóðinu.
Aðeins tveir einstaklingar, af þeim átta sem greinst hafa með covid-19 veiruna á Austurlandi, eru enn í einangrun vegna smitsins. Sex hafa nú náð bata.
Veðurspár sumarsins geta haft mikil áhrif á hvaða landshlutar fá til sín ferðamenn í sumar. Ferðaþjónustufyrirtæki stóla á innlenda ferðamenn sem láta oft veðrið ráða ferðalögum sínum.
Auglýst hefur verið eftir umsóknum í fyrstu úthlutun samfélagssjóðs Fljótsdalshrepps. Allt að tólf milljónum króna verður veitt í styrki við fyrstu úthlutun sjóðsins.