Allar fréttir

Austfirðingar hafa sýnt ábyrg viðbrögð

Almannavarnanefnd Austurlands lýsir ánægju sinni með þá vinnu sem stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar á svæðinu hafa lagt á sig til að verja þá sem viðkvæmastir eru fyrir smiti af völdum Covid-19 veirunnar.

Lesa meira

Hálendisþjófgarður!

Hugmyndir um stofnun Hálendisþjóðgarðs

Tillögur um Hálendisþjóðgarð gera ráð fyrir að allt land sem telst þjóðlendur og liggur innan miðhálendislínu verði gert að þjóðgarði. Uppruna miðhálendislínu er að rekja til gerðar svæðisskipulags miðhálendisins sem unnið var á 10. áratug síðustu aldar, en á sama tíma voru sett niður sveitarfélagamörk á hálendinu.

Lesa meira

„Óþarfi fyrir fólk að hamstra því það er nóg til af öllu“

Fólk er greinilega að undirbúa sig undir það versta þegar kemur að COVID-19 veirunni og hefur í auknum mæli gert stórinnkaup í matvöruverslunum. Netto á Egilsstöðum er þar engin undantekning og hefur starfsfólk orðið vart að fólk hefur verið að hamstra vörur eins og til dæmis klósettpappír.

Lesa meira

Starfsdagur á mánudag í austfirskum skólum

Starfsdagur verður á mánudag í skólum á Fljótsdalshéraði, Djúpavogi, Seyðisfirði, Vopnafirði og í Fjarðabyggð til að undirbúa viðbrögð skólanna við útbreiðslu kórónaveirunnar covid-19.

Lesa meira

Álversrútan keyrði inn í snjóflóð

Vegurinn yfir Fagradal er lokaður eftir að snjóflóð féll á veginn þar í gær. Rúta með starfsmönnum Alcoa Fjarðaáls á leið til vinnu keyrði inn í flóðið. Engin slys urðu á fólki.

Lesa meira

Svartfugl rokkaður á Tehúsinu í kvöld

Bandaríska tónlistarkonan Amelia Ray mun flytja tónlist sína, sem innblásin er af bók Gunnars Gunnarssonar, Svartfugli, á Tehúsinu á Egilsstöðum í kvöld. Ýmsum öðrum viðburðum í fjórðungnum hefur hins vegar verið frestað vegna viðbragða gegn kórónaveirunni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar