Allar fréttir
Fótbolti: Einherji felldi toppliðið af stalli með átta mörkum - Myndir
Einherji hitti á frábæran dag þegar liðið tók á móti ÍH, sem var í efsta sæti annarrar deildar kvenna, síðasta föstudag. Vopnafjarðarliðið vann leikinn 8-0.Gleðilegt að geta haldið ráðstefnu um kvenna- og kynjasögu á Austurlandi
Ríflega 20 fyrirlesarar taka þátt í ráðstefnu um kvenna- og kynjasögu sem haldin verður á Seyðisfirði og Egilsstöðum á föstudag og laugardag. Saga austfirskra kvenna verður þar í öndvegi.Vandræði á nokkrum vegum í dag
Ökumenn lentu í vandræðum á nokkrum fjallvegum á Austurlandi í dag. Opnað var um stund seinni partinn milli Hafnar og Djúpavogs. Ný gul viðvörun hefur verið gefin fyrir Austurland vegna snjókomu annað kvöld.Sorg í Neskaupstað vegna andláts leikskólabarns
Fjölmenn minningarstund var haldin í Norðfjarðarkirkju í gær eftir að tæplega tveggja ára gamalt barn úr bænum lést í byrjun vikunnar á sjúkrahúsi í Svíþjóð eftir bráð veikindi. Sóknarprestur segir sorgina þungbæra í samfélaginu.Sambandsleysi enn á 124 kílómetra kafla á stofnvegum landsins
Ekki stendur til að svo stöddu að byggja upp og bæta fjarskiptasamband á tengi- og héraðsvegum á landsbyggðinni en áherslan er lögð á að koma sambandi á á þeim stofnvegum landsins þar sem fjarskiptasambandið er lítið eða ekkert. Alls var sambandslaust eða sambandslítið á 124 kílómetra löngum kafla á stofnvegum landsins síðasta sumar.
Vindstyrkurinn fór hátt í 60 metra á sekúndu í Hamarsfirði
Hvassviðrið austanlands hefur óvíða verið meira en á Djúpavogi og í fjörðunum sunnan af bænum en mesti vindstyrkurinn þar fór langleiðina í 60 metra á tímabili í Hamarsfirði í fyrrinótt. Eina tjónið sem vitað er um er þegar húsbíll valt út af veginum í Álftafirði en engin slys urðu á fólki.