Óveðrið sem gekk yfir landið í nótt og í dag virðist gengið niður á Austurlandi. Mokstur er að hefjast á nokkrum leiðum en hæstu fjallvegir verða lokaðir í nótt. Von er á nýrri lægð um miðjan dag á morgun.
Það er við hæfi að rauð viðvörun sé í gildi á valentínusardagurinn sjálfan en enn meira við að nýta daginn í að elda eitthvað gott eða jafnvel baka sem er eiginlega enn betri hugmynd. Það er því við hæfi að matgæðingur vikunnar, Breiðdælingurinn Karl Þórður Indriðason deilir með okkur girnilegri döðlutertu í eldhúsyfirheyrslu vikunnar.
Þjóðverji á eftirlaunum og rúmenskur ferðafélagi hans voru í byrjun vikunnar dæmdir í sjö ára fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur en þeir voru gripnir með yfir 40 kg af örvandi efnum í bíl sínum við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu í byrjun ágúst. Efnin fundust í leynihólfi undir farangursgeymslu bílsins eftir að fíkniefnahundur hafi sýnt farartækinu áhuga.
Raforka er ein grundvallar undirstaða nútíma samfélags og er því mikilvægt að vandað sé til skipulagsvinnu og ákvarðana sem að málaflokkinum lúta þannig að þær séu trúverðugar og hafnar yfir gagnrýni. Það má færa nokkuð sterk rök gegn ágæti einkavæðingar innan orkugeirans og er helsta ástæðan fyrir því regluverkið sem er ætlað að gæta eignarhalds félaga í orkuvinnslu. Lög um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri kveða á um að utan íslenskra ríkisborgara og lögaðila sé aðeins ríkisborgurum og lögaðilum innan Evrópska Efnahagssvæðisins (EES) heimilt að eiga virkjunarréttindi vatnsfalla og jarðhita til annarra nota en heimilis.
Veðrið tók að versna austan land undir hádegi. Víða er mikil úrkoma, blint og farið að verða þungfært innanbæjar. Engin útköll hafa borist vegna veðursins en fólki er ráðlagt að halda sig heima.
Veðurfræðingar búast við að mest af þeirri úrkomu sem fylgir miklu óveðri sem gengur yfir landið á morgun falli á Austurlandi. Skólahaldi hefur þegar verið aflýst í nokkrum skólum og ferðir Strætisvagna Austurlands felldar niður.