Allar fréttir

Körfubolti: Öruggur sigur á nágrönnunum frá Hornafirði

Höttur vann Sindra frá Höfn 107-63 þegar liðin mættust í fyrstu deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum á föstudagskvöld. Stærstu tíðindi kvöldsins voru þau að Hreinn Gunnar Birgisson, fyrrum fyrirliði, hefur dregið fram skóna á ný.

Lesa meira

„Ég vil efla áhuga og starfsemi fyrir börn sem hafa áhuga“

Berglind Sigurðardóttir á Refsstað í Vopnafirði hefur haldið opið hús frá árinu 2011 í gömlu refahúsi sem þau hjónin breyttu í hesthús sem fékk fljótt nafið Tuggan. Í fyrra reistu þau svo áfasta reiðskemmu við hesthúsið og buðu þá krökkum að koma og prófa að fara á hestbak. Á morgun laugardaginn 8. febrúar verður svo næsta opna hús.

Lesa meira

Forsætisráðherra í heimsókn í Fjarðabyggð

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti í gær stofnanir og fyrirtæki í Fjarðabyggð auk þess að funda með bæjarstjórninni. Katrín segist ánægð með heimsóknina og hafa fengið að sjá hin margvíslegu tækifæri sem séu á Austfjörðum.

Lesa meira

Nýr íþróttaskóli fer af stað á Eskifirði um helgina

Næstkomandi sunnudag fer af stað íþróttaskóli á Eskifirði. Hann er ætlaður tveggja til sex ára börnum. Það eru fjórar vinkonur sem tóku sig til og ætla að sjá um íþróttaskólann. Hann verður á hverjum sunnudegi næstu þrjá mánuði. Nýtt íþróttaþema verður í hverjum mánuði. 

Lesa meira

Reyðfirðingur útbjó þorrasultu fyrir grænkera

Matreiðslumeistarinn Bjarki Gunnarsson frá Reyðarfirði er maðurinn að baki þorrasultu fyrir grænkera sem vakið hefur mikla lukku á þorrablótum, bæði í hans gamla heimabæ sem og á höfuðborgarsvæðinu.

Lesa meira

Eldhúsyfirheyrslan: Afbrigði af hlaupara uppáhald fjölskyldunnar

Áslaug Lárusdóttur er uppalin Breiðdælingur en býr nú ásamt fjölskyldu sinni í Neskaupstað. Hún er skrifstofustjóri á Náttúrustofu Austurlands. Hún er þekkt fyrir leikni sína í eldhúsinu og stórgóðar tertuveislur og því tilvalin í eldhúsyfirheyrslu sem matgæðingur vikunnar. 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.