Allar fréttir
„Ég vil efla áhuga og starfsemi fyrir börn sem hafa áhuga“
Berglind Sigurðardóttir á Refsstað í Vopnafirði hefur haldið opið hús frá árinu 2011 í gömlu refahúsi sem þau hjónin breyttu í hesthús sem fékk fljótt nafið Tuggan. Í fyrra reistu þau svo áfasta reiðskemmu við hesthúsið og buðu þá krökkum að koma og prófa að fara á hestbak. Á morgun laugardaginn 8. febrúar verður svo næsta opna hús.
Forsætisráðherra í heimsókn í Fjarðabyggð
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti í gær stofnanir og fyrirtæki í Fjarðabyggð auk þess að funda með bæjarstjórninni. Katrín segist ánægð með heimsóknina og hafa fengið að sjá hin margvíslegu tækifæri sem séu á Austfjörðum.Nýr íþróttaskóli fer af stað á Eskifirði um helgina
Næstkomandi sunnudag fer af stað íþróttaskóli á Eskifirði. Hann er ætlaður tveggja til sex ára börnum. Það eru fjórar vinkonur sem tóku sig til og ætla að sjá um íþróttaskólann. Hann verður á hverjum sunnudegi næstu þrjá mánuði. Nýtt íþróttaþema verður í hverjum mánuði.
Reyðfirðingur útbjó þorrasultu fyrir grænkera
Matreiðslumeistarinn Bjarki Gunnarsson frá Reyðarfirði er maðurinn að baki þorrasultu fyrir grænkera sem vakið hefur mikla lukku á þorrablótum, bæði í hans gamla heimabæ sem og á höfuðborgarsvæðinu.Eldhúsyfirheyrslan: Afbrigði af hlaupara uppáhald fjölskyldunnar
Áslaug Lárusdóttur er uppalin Breiðdælingur en býr nú ásamt fjölskyldu sinni í Neskaupstað. Hún er skrifstofustjóri á Náttúrustofu Austurlands. Hún er þekkt fyrir leikni sína í eldhúsinu og stórgóðar tertuveislur og því tilvalin í eldhúsyfirheyrslu sem matgæðingur vikunnar.