Allar fréttir

Heyskapur sækist hægt á Borgarfirði

Heyskapur hefur ekki gengið vel á Borgarfirði í sumar í vætutíðinni. Jón Sigmar Sigmarsson bóndi á Desjarmýri í Borgarfirði segist vonast til að bændur geti heyjað meira á næstu vikum en staðan sé ekki nógu góð.

Lesa meira

Helgin: Kraftakeppni reynir á alhliða styrk

Kraftakeppnin Austfjarðatröllið hefst á Vopnafirði í kvöld og lýkur á Breiðdalsvík á sunnudag. Margir af sterkustu mönnum landsins taka þátt í keppninni sem reynir líkt og aðrar keppnir á alhliða styrk. Um helgina fer einnig fram gleðiganga á Seyðisfirði, partý í Berufirði og ný sýning opnar á Skriðuklaustri.

Lesa meira

Trukkar með búnað Sheerans með Norrænu

Átta flutningabílar með tengivagna, hlaðnir búnaði frá tónleikum enska tónlistarmannsins Ed Sheeran, voru meðal þeirra farartækja sem fóru um borð í Norrænu sem sigldi frá Seyðisfirði í morgun.

Lesa meira

Gæsluvarðhald framlengt í smyglmáli

Tveir karlmenn, sem handteknir voru við komu Norrænu til Seyðisfjarðar þann 1. ágúst síðastliðinn með mikið magn fíkniefna í fórum sínum, hafa verið úrskurðaðir í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald.

Lesa meira

Kristján Ólafur nýr yfirlögregluþjónn

Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn yfirlögregluþjónn við embætti lögreglustjórans á Austurlandi. Sex sóttu um starfið

Lesa meira

Fór út af á Öxi

Ökumaður slapp ómeiddur þegar bifreið hans skautaði út af í neðstu beygjunni af leiðinni niður af Öxi í gær. Þá slapp hjólreiðamaður vel þegar hann varð fyrir bifreið á Háreksstaðaleið í síðustu viku.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar