Níu fullir svartir ruslapokar með barnafötum verða í byrjun september sendir frá Fáskrúðsfirði til Atlasfjalla í Marokkó. Hugmyndin um fatasöfnunina var fyrst sú að nýta ferð og tómar ferðatöskur til að taka með nokkrar flíkur en segja má að hún sé sprungin.
Vatnsyfirborð Hálslóns fór í gær upp í 625 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar með byrjar vatn að renna úr lóninu um yfirfall í farveg Jökulsár á Dal. Þar með myndast fossinn Hverfandi.
Uppselt var á tónlistarhátíðina Bræðsluna sem haldin var á Borgarfirði eystra fyrir sléttri viku. Þannig hefur það nær ætíð verið síðan hún var fyrst haldin sumarið 2005.
Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði bjargaði í gærkvöldi erlendri konu sem hrapað hafði í fjallendi ofan við golfvöll staðarins. Hún gat látið vita af sér með hrópum. Illa hefði getað farið ef neyð hennar hefði ekki uppgötvast fyrir nóttina.
Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe stefnir að uppbyggingu lífríkis í ám á Norðausturlandi til verndar villtum laxi. Ratcliffe hefur undanfarin ár keypt fjölda jarða í Vopnafirði og Þistilfirði, nú síðast Brúarlandi 2.
Rannsókn á smygli með fíkniefnum með Norrænu í síðustu viku er umfangsmikil og teygir sig til nokkurra landa. Lögregla verst frétta af gangi rannsóknarinnar.
Tveir erlendir karlmenn voru í gær úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrir að reyna að smygla miklu magni af sterkum fíkniefnum til landsins með Norrænu á fimmtudag.