Allar fréttir

Austfirðingar senda níu stóra poka af barnafötum til Marokkó

Níu fullir svartir ruslapokar með barnafötum verða í byrjun september sendir frá Fáskrúðsfirði til Atlasfjalla í Marokkó. Hugmyndin um fatasöfnunina var fyrst sú að nýta ferð og tómar ferðatöskur til að taka með nokkrar flíkur en segja má að hún sé sprungin.

Lesa meira

Hálslón komið á yfirfall

Vatnsyfirborð Hálslóns fór í gær upp í 625 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar með byrjar vatn að renna úr lóninu um yfirfall í farveg Jökulsár á Dal. Þar með myndast fossinn Hverfandi.

Lesa meira

Mikið fjör á Bræðslunni – Myndir

Uppselt var á tónlistarhátíðina Bræðsluna sem haldin var á Borgarfirði eystra fyrir sléttri viku. Þannig hefur það nær ætíð verið síðan hún var fyrst haldin sumarið 2005.

Lesa meira

Lukka að köllin heyrðust ofan úr fjallinu

Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði bjargaði í gærkvöldi erlendri konu sem hrapað hafði í fjallendi ofan við golfvöll staðarins. Hún gat látið vita af sér með hrópum. Illa hefði getað farið ef neyð hennar hefði ekki uppgötvast fyrir nóttina.

Lesa meira

Alþjóðleg rannsókn á fíkniefnasmygli

Rannsókn á smygli með fíkniefnum með Norrænu í síðustu viku er umfangsmikil og teygir sig til nokkurra landa. Lögregla verst frétta af gangi rannsóknarinnar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar