Allar fréttir

Helgin; Alvöru hlöðuball í Havarí

Hljómsveitin Hjálmar heldur tónleika í Havarí á laugardagskvöldið sem marka upphafið af sumardagskránni þar sem nú eru haldin í þriðja skipti undir nafninu Sumar í Havarí.

Lesa meira

Hafa áhyggjur af vinnubátum skráðum erlendis

Landhelgisgæslan hefur áhyggjur af tilfellum þar sem fyrirtæki gera út báta skráða erlendis til lengri tíma með áhöfnum sem ekki uppfylla íslensk lög. Framkvæmdastjóri hjá stofnuninni segir fyrirtækin nýta sér gloppur í íslenskum lögum.

Lesa meira

Þjóðhátíðahöld á Austurlandi

„Við erum í rauninni að byrja annan hring og röðin er aftur komin að Neskaupstað, þar sem fyrstu hátíðahöldin í Fjarðabyggð samkvæmt núverandi kerfi voru haldin fyrir sjö árum,” segir Þórður Vilberg Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar um hátíðahöldin í tegslum við 17. júní á mánudaginn.

Lesa meira

Mikilvægt að sýna lífið eins og það er á Instagram

„Ég byrjaði ekkert á Instagram með það í huga að fá fylgjendur og verða eitthvað „stór”. Ég nota miðilinn í rauninni á nákvæmlega sama hátt og allir aðrir, deili bara myndum úr lífi mínu og stundum einhverjum pælingum sem ég er með þá stundina,” segir Héraðsbúinn Vigdís Diljá Óskarsdóttir, en hún er í yfirheyrslu vikunnar.

Lesa meira

Læknar á landsbyggðinni

Í lok apríl var haldinn íbúafundur á Borgarfirði eystri um heilbrigðismál. Aðaltilgangur fundarins var að ræða hvernig hægt væri að styðja við viðbragðshóp staðarins, sem sárvantar bakland. Ýmislegt fleira kom fram á fundinum sem varpar ljósi á hvernig heilbrigðisþjónusta er í hinum dreifðu byggðum.

Lesa meira

Fyrsta sumarferð Norrænu

Um átta hundruð farþegar komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun í fyrstu ferð ferjunnar á þessu ári á sumaráætlun hennar. Nóg hefur verið um að vera í höfninni þar sem skemmtiferðaskip eru einnig á ferjunni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar