Allar fréttir
„Loðnubresturinn mun hafa áhrif á þessu ári“
Aðalfundur Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði var haldinn á föstudaginn var en hagnaður af rekstri fyrirtækisins í fyrra var um 700 miljónir. Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastóri Loðnuvinnslunnar segir afkomuna vel viðunandi.
Leysa af hólmi úr sér gengnar vöggur
Kvenfélagskonur úr Nönnu í Neskaupstað færðu nýverið fæðingadeild Sjúkrahússins í Neskaupstað þrjár nýburavöggur að gjöf. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir kærkomið að fá nýju vöggurnar sem komi vagga sem hafi tekið á móti fjölda Austfirðinga.Íbúar á landsbyggðinni eiga líka rétt á að koma í og kveðja heiminn í sínu nærumhverfi
Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni sparar Sjúkratryggingum Íslands fleiri hundruð flugferða á hverju ár, segir forstöðulæknir Umdæmissjúkrahússins í Neskaupstað. Hann blæs á spár um að sjúkrahús á landsbyggðinni séu of lítil til að geta sinnt þjónustu vel.Djúpivogur verði glaðasti bærinn
Á Djúpavogi var á dögunum haldið námskeið fyrir íbúa í þeim tilgangi að hjálpa þeim að líða betur og vera glaðari. Greta Mjöll Samúelsdóttir atvinnu- og menningarmálafulltrúi segir mikilvægt að velja að dvelja í gleðinni.
„Þetta er bara spurning um hvernig er hægt að nýta þennan mannskap“
Í janúar var stofnað félag fjarbúa á Borgarfirði eystra. Þórhalla Guðmundsdóttir er formaður félagsins og segir markmið félagsins fyrst og fremst vera að styðja samfélagið á Borgarfirði og leggja eitthvað af mörkum.