FHL er úr leik í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu eftir 3-2 tap fyrir úrvalsdeildarliði FH í Hafnarfirði í gær. Í annarri deild karla vann Höttur/Huginn sinn fyrsta leik.
Guðlaug Ólöf Sigfúsdóttir úr Neskaupstað – eða Lauga Sidda – hefur búið víða við á ævinni. Hún fékk nýverið stöðu sem kapteinn í golfklúbbi í smáríkinu Barein við Persaflóa. Hún heldur þó enn tryggð við æskustöðvarnar.
Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings felldi nýverið tillögu fulltrúa Miðflokksins um nýja staðsetningu Lagarfljótsbrúar. Bæjarfulltrúi flokksins spyr hver eigi að ráða ferðinni í staðarvalinu, sveitarfélagið með skipulagsvaldið eða Vegagerðin. Fulltrúar meirihlutans segja að bera þurfi saman nokkra kosti áður en veglínur verði settar á skipulag því ónotaðar línur geti valdið vandræðum.
Fjórðu vikuna í röð mælist Halla Hrund Logadóttir með mest fylgi meðal Austfirðinga af frambjóðendum til forseta Íslands. Hún er þó aðeins sjónarmun á undan Katrínu Jakobsdóttur.
Höfundur: Ragnar Sigurðsson og Þuríður Lillý Sigurðardóttir • Skrifað: .
Margt mæðir á nýjum innviðaráðherra Svandísi Svavarsdóttur, verkefni mörg og brýn. En stjórnmál lúta að forgangsröðun og því viljum við í Fjarðabyggð vekja athygli á því sem á okkur mæðir.
Ég ólst upp við að bera mikla virðingu fyrir embætti forseta Íslands og hef gert það æ síðan. Þann 1. júní nk. býðst okkur kjósendum að velja á milli flottra frambjóðenda í forsetakosningum. Það er lýðræðislegt gleðiefni og í takt við fyrrnefnda virðingu. Framboðin hafa hvert sína sérstöðu og sérkenni sem vonandi kemur til móts við mismunandi skoðanir, væntingar og vilja okkar kjósendanna.
Frítt er inn á safnið Frakkar á Íslandsmiðum á Fáskrúðsfirði í tilefni alþjóðlega safnadagsins og slegið upp safnabingói. Sumaropnun safnsins hófst í vikunni og í morgun var þar í heimsókn stór hópur nemenda frá Frakklandi og Neskaupstað.