Allar fréttir

Tveggja stafa hitatölur í kortunum framyfir helgi austanlands

Þó Sumardagurinn fyrsti eigi samkvæmt dagatalinu að tákna formlega komu sumarsins með hlýindum á norðurhjara eru þeir margir sem gefa lítið fyrir það fyrr en hitastigið fer í tveggja stafa tölu. Það raungerst síðustu sólarhringa og meiri hlýindi eru í kortunum vel fram á helgina.

Lesa meira

Rýnihópar myndaðir um breytingar á grunnskólum Fjarðabyggðar

Skipa á nýjan rýnihóp til að móta tillögur um breytingar á starfi grunnskóla í Fjarðabyggð. Engar breytingar verða á þeim fyrir næsta skólaár. Breytingar taka gildi í tónlistarskólum strax í haust. Í leikskólunum verða einnig skipaðir rýnihópar til að vinna að innleiðingu breytinga um næstu áramót.

Lesa meira

Besti kosturinn!

Lýðræðið

Við búum í lýðræðisríki þar sem afl atkvæða ræður og það ber að virða. Þess vegna búum við við það að hér á landi eru ríkisstjórnir alltaf samsteypustjórnir tveggja eða fleiri flokka. Þess vegna er það þannig að flokkur sem situr í ríkisstjórn getur aldrei reknað með að fá öllum sínum markmiðum framgengt jafnvel þó hann hafi forsætisráðuneytið. Þetta er staðreynd sem ýmsir, ótrúlegt en satt, virðast ekki gera sér grein fyrir.

Lesa meira

Skýr krafa um alvöru samráð í fræðslumálum

Formaður Kennarasambands Íslands segir hljóðið enn þungt í kennurum í Fjarðabyggð vegna áforma um breytingar á skólastofnunum sveitarfélagsins. Forsvarsmenn kennara á landsvísu hafa verið í Fjarðabyggð í vikunni til að funda með bæði sínum félagsmönnum og stjórnendum sveitarfélagsins. Þeir segja mikilvægt að víðtækt samráð verði haft við skólana í ferlinu.

Lesa meira

Leita til ÍSOR til að meta borholur við Djúpavog

Hitaveita Egilsstaða og Fella, HEF-veitur, hyggst leita til fyrirtækisins Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, til að fá úr því skorið hvers vegna heitavatnsleit við Djúpavog í vetur gekk ekki sem skyldi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.