Allar fréttir

Geðheilbrigðismál og landsbyggðin

Því miður er það svo og hefur verið alla tíð – að geðsjúkdómar og meðhöndlun þeirra er ekki litin sömu augum og meðferð annarra meinsemda. Geðheilbrigðismál rata einkum í umræðuna þegar skelfileg áföll dynja á samfélaginu eins og gerst hefur ítrekað á þessu ári. Þá vakna stjórnmálamenn og tjá sig um nauðsyn breytinga. Það er jákvætt en þessi mál verða ekki löguð í átaksverkefnum. Það þarf að gera breytingar. Nýja forgangsröðun.

Lesa meira

Opið bréf til þingmanna vegna skyndigjaldtöku á skemmtiferðaskip

Talsvert hefur farið fyrir umræðu um afnám tollfrelsis og áform um að setja innviðagjald á komur skemmtiferðaskipa í fjölmiðlum undanfarna mánuði. Það er skemmst frá því að segja að verði af þeim áformum þann 1. janúar 2024 mun það hafa mjög neikvæð áhrif á ört vaxandi grein ferðaþjónustu og móttöku skemmtiferðaskipa hringinn í kringum landið. Hafnir Múlaþings munu verða fyrir miklum skaða eins og kemur fram í grein minni hér í Austurfrétt frá 1. október sl. Múlaþing í stöðugum vexti vegna skemmtiferðaskipa en blikur á lofti vegna tollfrelsis.

Lesa meira

Komu hópi ferðamanna til hjálpar á Fljótsdalsheiði

Hópur erlendra ferðamanna óskaði eftir aðstoð björgunarsveita um klukkan 18 í gærkvöldi eftir að þau villtust í gönguferð á Fljótsdalsheiði. Fólkið fannst fljótt og vel eftir að björgunarsveitir komu á staðinn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar