Sjór hefur gengið á land í Neskaupstað og á Eskifirði í miklu roki í dag. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til að hefta fok. Enn er von á að bæti í vindinn.
Íslendingar skrifuðu í byrjun vikunnar undir bráðabrigðafríverslunarsamning við Bretland sem inniheldur ákvæði um vöruviðskipti ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án samnings. Aðalsamningamaður Íslands segir mikla vinnu að baki samningnum enda hafi ýmsar ólíkar sviðsmyndir verið uppi við samningsgerðina.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ekki hægt að skella skollaeyrum við þeirri staðreynd að íslenska ríkið hafi tapað dómsmálum sem snúa að innflutningi ófrosinnar kjötvöru þrátt fyrir að hafa haldið uppi vörnum í áratug. Ríkið geti ekki vikið sér undan samningum sem það hafi undirgengist af fúsum og frjálsum vilja.
Fyrirtækið Austurlands Food Coop hóf í lok janúar innflutning á fersku grænmeti og ávöxtum til landsins með Norrænu. Á skömmum tíma hefur innflutningsmagnið vaxið úr 250 kg í eitt tonn á viku. Eftirspurnin kemur stofnendunum ekki á óvart heldur hversu hratt sagan af grænmetinu hefur borist.
Lögreglan á Austurlandi handtók einn farþega fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum og vísaði öðrum úr landi þegar ferjan kom til Seyðisfjarðar á þriðjudagsmorgun.
Tónlistarnemendur af Norður- og Austurlandi mætast á Eskifirði á morgun í forkeppni Nótunnar, uppskeruhátíðar tónlistarskóla. Tónskólastjóri segir keppnina mikinn viðburð fyrir tónlistarnemendur.
Grænmetisrækt á Fljótsdalshéraði er takmörkuð þrátt fyrir að skilyrðin séu að mörgu leyti góð. Mikilvægt er að sveitarfélög setji sér stefnu um innkaup á hráefnum til að skapa staðbundinn markað.