Miðstjórn Ungs Austurlands hefur sent frá sér ályktun þar sem hún lýsir yfir vonbrigðum með rýran hlut Austurlands í samgönguáætlun og að þær samgöngubætur sem Austfirðingum hefur verið lofað færist enn á ný aftar á lista forgangsverkefna. Nauðsynlegt sé að tryggja öruggar samgöngur um fjórðunginn allann, allt árið.
Formleg úthlutun samfélagsstyrkja Alcoa Fjarðaáls fór fram Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði síðastliðinn mánudag en samtals var úthlutað styrkjum sem nema 27,5 milljónum króna.
Byggingafyrirtækið Og Synir/Ofurtólið ehf hefur að undanförnu unnið að hugmyndum um byggingu íbúðarhúsa á Reyðarfirði og Eskifirði. Framkvæmdastjórinn segir töluverða spurn eftir fasteignum á svæðinu og áhuginn sé enn meiri en framkvæmdaáætlanir gefa til kynna.
„Verkefnið á ég að geyma óopnað fram til ársins 2030, eða í tólf ár, en þá verð ég sjálf 25 ára gömul. Þá get ég séð hvernig ég hugsaði þegar ég var yngri og hvort hugsunin mín varðandi eigin heilsu hafi breyst mikið,“ segir Amalía Malen Rögnvaldsdóttir, 13 ára stelpa ættuð frá Egilsstöðum, um verkefni sem hún vann í skóla sínum í Brussel.
Matthildur Stefanía Þórsdóttir hefur verið ráðin sem nýr rekstrarstjóri Valaskjálf á Egilsstöðum. Hún hefur víðtæka reynslu af viðburða- og ferðaþjónustu bæði hér heima og erlendis.
Fulltrúar frá Marel færðu fæðingardeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað fullkomna ungbarnavog að gjöf á dögunum en fyrirtækið hefur á undanförnum árum gefið fæðingardeildum á landinu á þriðja tug slíkra voga sem leysa af hólmi eldri og ónákvæmari vogir.