Allar fréttir

Mikil spurn eftir íbúðarhúsnæði

Byggingafyrirtækið Og Synir/Ofurtólið ehf hefur að undanförnu unnið að hugmyndum um byggingu íbúðarhúsa á Reyðarfirði og Eskifirði. Framkvæmdastjórinn segir töluverða spurn eftir fasteignum á svæðinu og áhuginn sé enn meiri en framkvæmdaáætlanir gefa til kynna.

Lesa meira

Bláa skipið gleypti dýpkunarskipið

„Það var dálítið mögnuð sjón að sjá bláa skipið, Rolldock Sun, bókstaflega gleypa dýpkunarskipið Galilei 2000 inn í sig,“ segir Gunnar Th. Gunnarsson á Reyðarfirði, en hann náði skemmtilegum myndum á Reyðarfirði í gær sem hann gaf Austurfrétt leyfi til að birta.

Lesa meira

„Flugsamgöngur eiga í raun að vera okkar lestarkerfi“

Miðstjórn Ungs Austurlands hefur sent frá sér ályktun og fagnar því að stjórnvöld hafi sett fram tilögur til að gera innanlandsflug að aðgengilegri samgöngukosti. Samtökin telja að innanlandsflug ætti að flokka sem almeningssamgöngur og líta á hina „skosku leið“ sem skref í rétta átt til að jafna lífsgæði fólks úti á landi.

Lesa meira

„Við hlökkum til að heyra sögurnar ykkar“

Alexandra Ýr Ingvarsdóttir, nemi við Verkmenntaskóla Austurlands og Karna Sigurðardóttir, forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar, kalla um þessar mundir eftir minningum samfélagsins úr Oddsskarðsgöngunum.

Lesa meira

Sífellt erfiðra að fá lækna út á land

Nýr læknir kom til starfa á Seyðisfirði um miðja síðustu viku en illa gengur að manna stöður heimilislækna innan Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) líkt og víða annars staðar á landsbyggðinni. Framkvæmdastjóri lækninga segir skipta máli að stofnunin geti tekið á móti læknakandídötum.

Lesa meira

Bríet er skref í rétta átt á landsbyggðinni

Víða þar sem ég hef komið um landið síðustu vikur og mánuði hefur eitt mál brunnið á öllum þeim sveitarstjórnarmönnum, atvinnurekendum og íbúum almennt sem ég hef rætt við á þessum svæðum. Það eru húsnæðismálin. Mikill húsnæðisskortur hefur hamlað vexti og viðgangi þessara sveitarfélaga þar sem lítið sem ekkert hefur verið byggt á landsbyggðinni undanfarinn áratug. Fyrirtæki hafa ekki getað stækkað eins mikið og aukin eftirspurn hefur kallað á og sjálfur hef ég heyrt um fjölmörg dæmi þess fólk vilji flytja út á land en geti það ekki þar sem viðunandi húsnæði sé ekki í boði. Það er því þarft að bregðast við af krafti.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar