Umboðsmaður Alþingis vísaði frá kvörtun sem embættinu barst vegna þeirrar ákvörðunar sveitarfélagsins Fjarðabyggðar að vegna skipulagsbreytinga skyldi leggja niður safnastofnun og sameina undir einum hatti menningarstofu.
Heimastjórn Seyðisfjarðar ítrekar enn og aftur nauðsyn þess að farið verði sem allra fyrst í útboð vegna Fjarðarheiðarganga og að framkvæmdir við þau göngin hefjist eigi síðar en á næsta ári.
Höfundur: Birgir Jónsson og Þórdís Mjöll Benediktsdóttir • Skrifað: .
Sveitarfélög eiga að vera það stjórnvald sem stendur fólki næst. Við, sem störfum að sveitarstjórnarmálum í Fjarðabyggð, leitum sífellt leiða til virkrar lýðræðislegar þátttöku og nýtingar félagsauðs til að styrkja samfélagið til góðra verka.
Um páskahelgina fór fram fyrsta sinni skíða- og brettahátíðin Big Air - Fjarðabyggð á Eskifirði. Allt gekk þar upp og svo vel var hátíðin sótt af gestum að aðstandendur ákváðu strax lokadaginn að hún yrði haldin að nýju á næsta ári.
Borun eftir heitu vatni við Djúpavog hélt meira og minna áfram yfir alla páskana og bormenn nú komnir langleiðina á 800 metra dýpi án þess þó að finna nægilega heitt vatn.
Minnihlutinn í hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps gagnrýnir hvernig staðið var að ráðningu verkefnastjóra sveitarstjórnar á sama tíma og auglýst sé eftir sveitarstjóra til frambúðar. Oddviti sveitarstjórnar segir að vinna þurfi að framgangi mikilvægra mála í hreppnum. Hann óttast ekki að tímabundin ráðningin fæli umsækjendur frá.