Allar fréttir
Viðbúið að lokað verði til Seyðisfjarðar fram á mánudag
Aðstæður á Fjarðarheiði voru taldar þannig í dag að ekki væri hægt að opna veginn þar yfir og hæpið er að það verði hægt að gera á morgun. Reynt var að opna Möðrudalsöræfi í morgun. Það tókst ekki og ekki verið reynt aftur fyrr en í fyrsta lagi á mánudag.Mannleg mistök ollu rafmagnsleysi í Seyðisfirði
Upp úr klukkan ellefu í morgun urðu mannleg mistök til þess að rafmagn fór af Seyðisfirði öllum. Svæðisvakt RARIK hefur nú þegar ráðið bót á og er rafmagn aftur komið á á öllum stöðum.
Bjóða Vopnfirðingum að sækja sér mjólk
Félagsbúið Engihlíð í Vopnafirði hefur boðið Vopnfirðingum að koma og sækja sér mjólk. Ekki hefur verið sótt mjólk þangað frá því fyrir helgi vegna ófærðar.Orsakir strands tankskips í Fáskrúðsfirði ókunnar
Alls óljóst er hvers vegna tankskipið Key Bora tók skyndilega 90 til 100 gráðu beygju í átt að landi og strandaði tímabundið í fjörunni eftir að hafa lagt úr höfn í Fáskrúðsfirði örskömmu áður. Skipið náðist að losa fyrir eigin vélarafli á innan við klukkustund.
Körfubolti: Höttur í úrslitakeppnina í fyrsta sinn
Höttur er kominn í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í körfuknattleik í fyrsta sinn eftir 87-82 sigur á Tindastóli á fimmtudag. Höttur snéri leiknum sér í vil á lokamínútunum.Stöðfirðingar þurfa að sjóða neysluvatn sitt framyfir páska
Niðurstöður síðustu sýnatöku úr neysluvatni á Stöðvarfirði sýnir að það er enn mengað og upp á vantar að vatnið standist lágmarkskröfur miðað við reglugerð þar að lútandi. Það merkir að Stöðfirðingar ættu til öryggis að sjóða allt sitt neysluvatn meðan svo er.