Nemendur fjórða bekkjar grunnskóla Reyðarfjarðar hafa skorað á bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð að gera gangskör að því að lagfæra sundlaug Reyðarfjarðar og opna á nýjan leik sem fyrst. Nemendurnir reiðubúnir að safna sjálfir fjármunum til verksins með ýmsum hætti.
Hákon Þorsteinsson hefur verið skipaður í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Austurlands. Skipanin tekur gildi frá og með 1. nóvember næstkomandi.
Höttur tapaði í gærkvöldi fyrir Njarðvík 76-91 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Þótt lokamunurinn væri ekki stór virtist Höttur aldrei eiga möguleika á að saxa á hann.
Gistiþjónustuaðili á Borgarfirði eystra átelur það sem hann segir hljóta að vera kolranga skráningu opinberra stofnana á tölfræðiupplýsingum vegna ferðaþjónustu á Austurlandi og landinu öllu. Að tæplega átta þúsund gistinætur Íslendinga séu skráðar á hótelum eða gististöðum austanlands í liðnum ágústmánuði sé lítið minna en fráleitt.
Tryggingafélagið Vörður hefur opnað þjónustuskrifstofu fyrir Austfirðinga í útibúi Arion banka, Miðvangi 6, á Egilsstöðum. Þórunni Ingu Ingjaldsdóttur, framkvæmdastjóri sölu-og þjónustu hjá Verði segist hlakka til að byggja upp sterkt samband við fólkið á svæðinu.
Veðurstofa Íslands og fleiri aðilar hafa undanfarna mánuði unnið að því að bæta vöktun og mögulegt viðbragð vegna ofanflóða á Austfjörðum. Ný tæki og aðgerðir eru komnar í gagnið fyrir veturinn.