Allar fréttir

Tryggvi Þór sækist eftir 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokki í NA-kjördæmi

Tryggvi Þór Herbertsson, prófessor gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Tryggvi Þór er 46 gamall, fæddur og uppalinn í Neskaupstað. Hann starfar nú sem prófessor við Háskólann í Reykjavík. Hann var um skeið efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og forstjóri fjárfestingabankans Askar Capital. Í 11 ár veitti hann Hagfræðistofun Háskóla Íslands forstöðu. Þá hefur Tryggvi Þór hefur verið ráðgjafi í efnahagsmálum fyrir stjórnvöld í ýmsum löndum og hjá fyrirtækjum, stofnunum og alþjóðasamtökum, m.a hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Tryggvi Þór er með doktorspróf í Hagfræði frá Háskólanum í Árósum.

tryggvi_r_herbertss_vefur.jpg

 

Lesa meira

Dregið úr veiðileyfum á sunnudag

Dregið verður úr innsendum umsóknum um hreindýraveiðileyfi sunnudaginn 22. febrúar kl. 17:00, í húsnæði Þekkingarnets Austurlands á Egilsstöðum. Til stendur að varpa niðurstöðunum beint á netið með sérstökum búnaði og verður sett slóð á vef Umhverfisstofnunar, www.ust.is og www.hreindyr.is í dag eða á morgun. Þá verður aðalfundur Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum haldinn á Hótel Héraði, Egilsstöðum, fyrr þennan sama dag kl. 13:00. Formaður FLH er Sævar Jónsson.

 

María á fullri ferð í Hlíðafjalli

Námskeið Íþróttasambands Fatlaðra  og Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands í samstarfi við NSCD í Winter Park Colorado, USA, fór fram í Hlíðarfjalli dagana 13. - 15. febrúar. Meðal þátttakenda var María Sverrisdóttir frá Egilsstöðum og naut hún aðstoð föður síns við að stýra skíðasleða sem sérhannaður er fyrir hreyfihamlaða.

mara_sverrisdttir__vefur.jpg

Lesa meira

Framboð í forvali VG í Norðausturkjördæmi

Eftirfarandi framboð hafa borist í forval Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, en framboðsfrestur er runninn út. Kosningarétt hafa allir félagsmenn í VGNA sem skráðir eru 23. febrúar 2009 en þá verður kjörskrá lokað.

Kjörfundur verður haldinn 28. febrúar 2009 en kjördæmisráð Norðausturkjördæmis mun annast kynningu á frambjóðendum með sérstöku kynningarefni sem og standa fyrir fundum.

vg_logoweb.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar