Allar fréttir

Skútan fundin og þrír handteknir

Týr, varðskip Landhelgisgæslunnar, hefti um kl. hálfellefu í kvöld siglingu hinnar meintu dópskútu sem flutti eiturlyf upp að Austurlandi og sigldi svo á brott. Skútan var tekin djúpt undan Suðausturlandi. Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra fóru úr Tý yfir í skútuna og handtóku þar þrjá menn og færðu yfir í varðskipið í hald. Varðskipið mun nú færa skútuna til íslenskrar hafnar.

 

Lesa meira

Meira, meira dóp

Leit stendur yfir að skútu undan Suðausturlandi sem talin er hafa tugi fíkniefna um borð. Í nótt voru þrír handteknir í sameiginlegum aðgerðum lögreglurnnar á Eskifirði og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

 

Lesa meira

Varðskip dregur á dópskútu

Varðskip Landhelgisgæslunnar eltir nú meinta smyglskútu djúpt undan Suðausturlandi og munu vonir bundnar við að takist að ná skútunni innan skamms. Hún er sögð komin yfir miðlínu milli Íslands og Færeyja. Reynt verður að færa skútuna til hafnar, væntanlega á Austurlandi. Sérsveit ríkislögreglastjóra er í viðbragðsstöðu um borð í varðskipinu. Óljóst er hvaðan skútan er, en hún mun skráð erlendis. Ekki er vitað hversu margir eru um borð.

tr_r_myndasafni_gslunnar.jpg

Lesa meira

Helgi kjörinn í stjórn ÍSÍ

Helgi Sigurðsson, formaður íþróttafélagsins Hattar, var í gær kjörinn í stjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á Íþróttaþingi sem haldið var í Reykjavík.

 

Lesa meira

Innbrot áThai Thai

Lögregla var kölluð út á laugardag vegna innbrots á veitingastaðnum Thai Thai á Egilsstöðum. Lítur út fyrir að brotist hafi verið inn nóttina áður og stolið áfengi og tónlistardiskum. Lögreglan mun hafa handsamað innbrotsþjófana fljótt og örugglega.

487568b.jpg

Vilja efla fiskvinnsluna

Atvinnumálanefnd Vopnafjarðar telur brýnt að leita allra leiða til að styrkja stoðir fiskvinnslu á Vopnafirði.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.