Valgerður Sverrisdóttir, annar þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur nú setið sinn síðasta þingfund og gefur ekki kost á sér til framhaldandi þingsetu. Valgerður sat á Alþingi í tuttugu og tvö ár. Hún hefur gegnt þingflokksformennsku og var ráðherra í átta ár, fyrst sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra og síðar sem utanríkisráðherra.
Hákon Guðröðarson hefur opnað kaffi- og menningarhús í Bakka í Neskaupstað. Húsið, sem hefur bæði sögu og sál, er þekkt sem verslunarhús síðan um aldamótin 1900 og Norðfirðingar þekkja það sem búðina hans Bjössa að Bakka. Húsið hefur nú fengið nýtt hlutverk sem Frú LúLú.
Sæmundur Þór Sigurðsson vann það afrek á dögunum að ganga á hæsta fjall veraldar utan Himalaya, tind Aconcagua í Andesfjöllunum í Argentínu, skammt frá landamærum Chile.
Ofurölvi maður reyndi að kveikja í sér á Reyðarfirði aðfararnótt sunnudags. Atvikið átti sér stað eftir lokun skemmtistaðar í bænum. Maðurinn hellti á sig bensíni og bar eld að fötum sínum. Snarræði lögreglu varð til þess að maðurinn hlaut aðeins minniháttar brunasár.
Halldóra Tómasdóttir skrifar:Fimmtudaginn 20. júlí 2006 keyrðum við fjölskyldan upp úr Norrænu og fórum sem leið lá upp í Fljótsdalinn. Í Fljótsdalnum beið hús þar sem við ætluðum að eiga heima næstu árin. Fyrir þennan örlagaríka dag voru ferðir mínar um Austurland teljandi á fingrum annarrar handar.