Allar fréttir

Sameiningarviðræður hefjist

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs vill að hafinn verði  undirbúningur að formlegum viðræðum við Djúpavogshrepp um hugsanlega sameiningu Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps, en málið hefur verið til umfjöllunar síðustu misseri.

Lesa meira

Gæðingar hamra ísinn

Laugardaginn 21. febrúar fer fram hið árlega Ístölt Austurland við Egilsstaði á Fljótsdalshéraði. Þar verður að venju keppt um Ormsbikarinn eftirsótta, sem mótshaldarar segja einn eftirsóttasta verðlaunagrip landsins.

gerpla_fra_steinnesi-iii_4459531.jpg

Lesa meira

Ekki missa af Austurglugganum!

Nýr Austurgluggi kom út í dag.

Í blaði þessarar viku er meðal annars fjallað um framtíðaráform varðandi fullvinnslu matvæla á Breiðdalsvík, hugmyndir um safn tileinkað kommunum í Neskaupstað, sóknarhug í ferðaþjónustu á Borgarfirði eystra, veitingu Þorrans 2009 og ýmislegt sem er í deiglunni hjá Fljótsdalshreppi. Hjörleifur Guttormsson skrifar um Drekasvæðið og fyrirhugaða olíuvinnslu. Helgi Hallgrímsson skrifar samfélagsspegil blaðsins að þessu sinni og er á heimspekilegum og jafnvel stjarnfræðilegum nótum. Matgæðingurinn er á sínum stað með lystilegar og meinhollar uppskriftir.

Austurglugginn fæst á öllum betri blaðsölustöðum á Austurlandi. Áskriftarsími er 477-1571.

ax005-538.jpg

Ingunn tekur við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Ingunn Anna Þráinsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs frá 1. febrúar. 11 umsækjendur voru um starfið. Ingunn er frá Egilsstöðum, er grafískur hönnuður og listamaður og hefur starfað hjá Héraðsprenti. Hún hefur gjarnan farið ótroðnar slóðir í verkum sínum og getið sér góðs orðs fyrir frumlega íslenska hönnun.

slturhs_2_vefur.jpg

Lesa meira

Íþróttabrölt á Stöðvarfirði

Nú eru nemendur í 7. til 10. bekk grunnskóla Fjarðabyggðar önnum kafnir á sameiginlegri íþróttahátíð á Stöðvarfirði. Keppt er í óhefðbundnum íþróttagreinum af ýmsu tagi og á að enda hátíðina á flatbökuveislu nú í hádeginu. Keppni hófst snemma í morgun og stefnt á að allir verði komnir til síns heima um klukkan tvö í dag.

fjarabygg.jpg

Nýr forstöðumaður Vegahúss

Nýr forstöðumaður tekur við Vegahúsinu, ungmennahúsi á Egilsstöðum, á morgun 1. febrúar. Þá tekur Halldór B. Warén við af Kristínu Scheving sem verið hefur forstöðumaður undanfarin ár. Þrettán umsækjendur voru um starfið.

Halldór er frá Egilsstöðum, menntaður rafeindavirki og hefur getið sér góðs orðs sem tónlistarmaður og upptökustjóri. Undanfarið hefur hann starfað við útsendingar Svæðisútvarps Austurlands. Kristín er flutt af staðnum en mun árlega koma til að fylgja kvikmynda- og myndbandahátíðinni 700IS Hreindýraland eftir.

dscf0079.jpg

Jóna Guðlaug kjörin íþróttamaður Þróttar

Jóna  Guðlaug Vigfúsdóttir  var valin íþróttamaður Þróttar fyrir árið 2008 í vikunni. Hún átti frábært tímabili 2007-2008 með blakdeild Þróttar Neskaupstað en þær unnu þrefalt; urðu deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar kvenna.

vefur_rttur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar