Allar fréttir

Rausnargjöf til Golfklúbbs Norðfjarðar

Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað gaf í fyrrakvöld rúmar sex milljónir króna til uppbyggingar æfingasvæðis við klúbbhús Golfklúbbs Norðfjarðar. Freysteinn Bjarnason, framkvæmdastjóri SÚN, afhenti gjöfina á aðalfundi klúbbsins.

golfklubbur_norfj_elma_g.jpg

Lesa meira

Fjárframlög til fræðaseturs HÍ tryggð

Fjárframlög til fræðaseturs Háskóla Íslands á Egilsstöðum eru tryggð á þessu ári. Bæjarráð Fljótsdalshéraðs fagnaði því á fundi sínum nýverið. Í bókun ráðsins segir að væntingar séu miklar til starfsemi fræðasetursins.

merkid.jpg

Lesa meira

Veiða má rúm þrettán hundruð dýr á næsta hreindýraveiðitímabili

Heimilt verður að veiða þrettán hundruð þrjátíu og þrjú hreindýr á tímabilinu 1. ágúst til 15. september 2009, samkvæmt auglýsingu Umhverfisstofnunar. Að auki verður heimilt að veiða hreindýrskálfa sem fylgt hafa felldum kúm, en þá skal fella sé þess kostur. Langflest dýrin, eða sex hundrað og sjötíu, verður heimilt að veiða á Norður-Héraði.

hreindr_soffa_halldrs.jpg

Lesa meira

Leiðindaveður og hálka

Vegagerðin varar við því að flughálka sé nú á Sandvíkurheiði, Hárekstaðaleið og víðar. Ófært er um Fjarðarheiði vegna óveðurs, þæfingsfærð um Oddsskarð, Vopnafjarðarheiði, á Möðrudalsöræfum og krapasnjór er á Fagradal. Mikil hálka er á flestum leiðum.

Grunnskólinn á Egilsstöðum og Eiðum hefur aflýst skóla hjá 1.-5. bekk.

veur_net.jpg

Lesa meira

Fjallað um Vatnajökulsþjóðgarð á föstudag

Ráðstefna um Vatnajökulsþjóðgarð verður haldin á Hótel Héraði Egilsstöðum föstudaginn 23. janúar n.k. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra flytur opnunarávarp og í kjölfarið stíga fjölmargir framsögumenn á stokk. Fjalla á um þjóðgarðinn og tækifæri sem hann skapar í ferðaþjónustunni.

vatnajmerki.jpg 

Lesa meira

Kynnir tónlistarmeðferð í Nesskóla

Perla Kolka, tónlistarþerapisti í Neskaupstað, heldur kynningu á tónlistarþerapíu og verkefninu Tónlistarmeðferð í Nesskóla, í grunnskólanum í kvöld. Foreldrafélag Nesskóla stendur að kynningunni, en verkefnið var skömmu fyrir áramót styrkt myndarlega af Menningar- og styrktarsjóði Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað.

11_13_41---musical-instruments_web.jpg

Lesa meira

Er betra að veifa röngu tré en öngvu?

Er betra að veifa röngu tré en öngvu?

Dr. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor ritar sitt lokasvar til Smára Geirssonar og Þorvaldar Jóhannssonar varðandi aðdraganda efnahagshrunsins á Íslandi.
---
Sjá áður birtar greinar: Frá velsæld til vesældar, Miklir glæpamenn erum vér, Fullar hendur smjörs? og Smjörklípumeistara svarað.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar