Allar fréttir

Fjármögnun jarðganga áfram skoðuð í vetur

Sameiginleg verkefnastofa fjármála- og innviðaráðuneytisins um framtíðar gjaldheimtu af samgöngum á enn eftir þriðja áfangann af vinnu sinni, sem er að ákveða gjaldtöku af ákveðnum samvinnumannvirkjum, svo sem jarðgöngum. Framkvæmdir á borð við Fjarðarheiðargöng hafa beðið eftir þeirri ákvörðun. Heimastjórn Seyðisfjarðar vill að göngin verði boðin út strax.

Lesa meira

Moka þurfti fjallvegi í morgun

Hreinsa þurfti krapa af vegunum yfir Fjarðarheiði, Vatnsskarð og Fagradal í morgun. Engin umferðaróhöpp hafa verið tilkynnt í norðanáhlaupi.

Lesa meira

Ný viðbygging Múlans í Neskaupstað tefst framyfir áramót

Vonir stóðu upphaflega til að byggingu nýrrar tveggja hæða viðbyggingar samvinnuhússins Múlans í Neskaupstað yrði lokið laust fyrir næstu áramót og vart seinna vænna því setið hefur verið um aðstöðu í húsinu frá því tilkynnt var um stækkunina. Verkið þó aðeins tafist og nú er miðað við verklok í febrúar.

Lesa meira

Sjósundsáhugi kviknar á ný á Vopnafirði

Fyrir þremur til fjórum árum síðan stunduðu einar fimmtán konur á Vopnafirði sjósund nokkuð reglubundið að sumarlagi. Kvarnastð hefur töluvert úr þeim hópi síðan en þær sem eftir eru hafa reynt að kveikja neistann á ný.

Lesa meira

Greina kostnað við að endurgreiða bílastæðagjöld

Heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingar Íslands vinna að því að skoða hvort rétt sé að breyta reglum þannig að bílastæðagjöld falli undir endurgreiðsluhæfan ferðakostnað sjúkratryggða. Athugunin kemur í framhaldi af því að Isavia innanlandsflugvellir ehf. hóf að innheimta bílastæðagjöld við innanlandsflugvelli.

Lesa meira

Úthlutuðu meirihluta íbúða að Miðvangi 8 á Egilsstöðum

Úthlutun á íbúðum í fjölbýlishúsi því sem félagið Sigurgarður reisir nú að Miðvangi 8 á Egilsstöðum fór fram í lok síðustu viku og gekk að óskum. Þrettán íbúðum var úthlutað og þær ellefu sem eftir eru fara á næstunni í hefðbundna sölu á markaði.

Lesa meira

Skoða hvort leyft verði að geyma meiri makrílkvóta

Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar hvort gefin verði út sérstök heimild til að geyma meira en þau 15% sem samkvæmt reglugerð er leyft að flytja á milli ára af óveiddum makrílkvóta. Framundan í haust eru nýir samningafundir við nágrannaþjóðir um makrílveiðar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar