Þó ýmsar sumarhátíðirnar austanlands trekki góðan fjölda fólks var það að líkindum síðasta helgi sem hvað flestir voru að njóta og skemmta sér annaðhvort á Bræðslunni á Borgarfirði eystri eða á Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði. Þrátt fyrir mikinn fjölda gesta gekk allt mætavel fyrir sig að mati lögreglu.
Eina stóra hátíðin austanlands um komandi Verslunarmannahelgi er Neistaflug í Neskaupstað. Hátíðin nú með stærsta sniði um tíma og herlegheitin hefjast strax í kvöld.
Formaður Sögufélags Austurlands segir mikilvægt að ganga ekki of hart fram þegar eldri hús eru rifin með að gjöreyða öllum minjum um þau heldur láta til dæmis sökkla standa eftir til minningar fyrir komandi kynslóðir.
Sjávarútvegsfyrirtækið Brim hóf nýstárlegt samstarf við Vopnafjarðarhrepp í vor um að taka ríkan þátt í Skapandi sumarstörfum í hreppnum. Sjaldan eða aldrei verið jafn mikið í boði fyrir ungmennin né heldur uppákomurnar fleiri.
Hulda Rós Helgadóttir snjóflóðasérfræðingur flutti á nýja starfsstöð Veðurstofu Íslands í Neskaupstað um síðustu áramót. Tilkoma starfsins er meðal þess sem gert hefur verið til að efla vöktun á Austfjörðum eftir snjóflóðin í Neskaupstað í fyrra. Hún var á vakt þá helgi og segir það hafa verið áfall þegar flóðin féllu.
Ein og hálf vika er nú liðin síðan að hópurinn Skutl til og frá Egilsstaðaflugvelli tók til starfa í kjölfar mikillar óánægju íbúa með há bílastæðisgjöld við töluvert frumstæða þjónustu við völlinn. Strax fyrsta daginn fékk flugfarþegi skutl og síðan hefur allt gengið vel.