Samkvæmt nýlegri Íbúakönnun landshlutanna, þar sem tæplega tólf þúsund íbúar á landsbyggðinni voru spurðir út í fjölmarga hluti varðandi búsetu sína, reynslu af opinberri þjónustu og mörgu öðru, er enn borð fyrir báru austanlands að taka mót fleiri ferðamönnum en verið hefur.
Engin bein áhrif á gróðurfar í Kringilsárrana, á Vesturöræfum eða Fljótsdalsheiði hafa mælst vegna Hálslóns Kárahnjúkavirkjunar eftir margra ára mælingar. Óbein áhrif eru þó til staðar.
Isavia Innanlandsflugvellir hafa ákveðið að ókeypis verði að leggja við flugvellina á Egilsstöðum og á Akureyri í 14 tíma. Gjaldtaka fyrir bílastæði þar og við Reykjavíkurflugvöll hefst á morgun.
Færri bílar voru á bílastæðunum við Egilsstaðaflugvöll en oft áður enda fyrsti dagurinn þar sem rukkað er fyrir að leggja bílum þar. Mótmælt var með að hylja eina vélina í morgun. Þingmaður segir mikilvægan árangur hafa náðst eftir að lengri frestur var gefinn til að leggja bílum þar, áður en gjaldtakan hefst.
Stefnt er að því að Börkur, Barði og Beitir, skip Síldarvinnslunnar, fari til makrílveiða í vikunni. Vinnsla félagsins í Neskaupstað verður um svipað leyti tilbúin til að taka á móti hráefni þótt viðbúið sé að einhvern tíma taki að finna fiskinn.
Vel er hugsanlegt að færeyskir listamenn eða hópar verði hluti af þéttri dagskrá barna- og unglingamenningarhátíðarinnar BRASið á Austurlandi næsta vetur.