Allar fréttir
LAust2: Dagbók vitavarðarins á Nesi
23. október 1939 kl. 19:15
Undirritaður vaknaði við heljarbyl þegar klukkan var um 10 mínútur gengin í 7 í morgunsárið. Þá hafði sjór gengið inn í anddyri vitans og tók þá undirritaður til handanna og jós út því vatni sem þar var og hafði það unnið umtalsverðar skemmdir á gólffjölum. Að því loknu hélt undirritaður með miklum flýti upp í ljóshús til að gá að ljósinu. Þegar þangað kom sá undirritaður að dáið var í luktinni og skipta þurfti því um kveik og olíu auk þess sem fægja þurfti kúpulinn.
Gullrifið á Papagrunni hið stærsta við Ísland
Um þrettán kílómetra langt kóralrif, sem er úti fyrir sunnanverðum Austfjörðum, er talið hið stærsta við Ísland og meðal þeirra stærri í Norður-Atlantshafi. Það gengur undir nafninu Gullrifið vegna stærðar sinnar, glæsileika og tengsla við togarann Gullver frá Seyðisfirði.Hver er sjónarhóll RÚV?
Í kvöldfréttum RÚV á sunnudag var farið yfir flutning ríkisstofnana út á land undir fyrirsögninni að Framsóknarflokkurinn hefði staðið á bakvið mest af þeim. En spurningin er hvort að fréttin skilji ekki eftir stærri fyrirsagnir og spurningar.Kviknaði í út frá eldavél
Talsverðar reykskemmdir urðu á íbúðarhúsnæði á Djúpavogi þar sem eldur kom upp rétt upp úr klukkan tíu í gærkvöldi. Húsráðandi náði sjálfur að slökkva eldinn áður en aðstoð barst.Átak í umferðarefirliti og bætt skráning verkefna lögreglu
Skráðum málum og verkefnum sem Lögreglan á Austurlandi hefur komið að á fyrri hluta ársins hefur fjölgað verulega ef borið er saman við undanfarin ár. Líklega er þó fyrst og fremst um að ræða áhrif af breyttri og nákvæmari skráningu verkefna, svo sem við umferðareftirlit og hraðamælingar, sem lögreglan mun á næstunni leggja sérstaka áherslu á.
Helgin: Sumarhátíð (smá rigning), listir og skemmtilegar gönguferðir
Líkt og flestar helgar sumarsins eru í boði bæði tónleikar, listviðburðir og skipulögð útivist á Austurlandi um helgina. Hin árlega Sumarhátíð UÍA fer einnig fram á Egilsstöðum.