Héraðsbúinn Tara Ösp Tjörvadóttir er sjálfstætt starfandi ljósmyndari en er þess utan alltaf að skrifa ljóð. Hún er nú að senda frá sér sína fyrstu ljóðabók sem fjallar um ferli ástarinnar, allt frá fyrstu kynnum, í gegnum ástina, hjartabrotið og vöxtinn sem sársaukinn getur alið af sér.
Gengi liðanna að austan á Íslandsmótinu í knattspyrnu var ærið misjafnt um síðustu helgi. Fjarðabyggðarmenn unnu þó góðan sigur í 2. deild karla. Leiknismenn leita enn að sínum fyrstu stigum í Lengjudeildinni en hafa verið að styrkja sig að undanförnu.
Hlutfallslega besta kjörsóknin í forsetakosningunum á Austurlandi um síðustu helgi var í Fljótsdalshreppi. Lökust var hún hins vegar í Vopnafjarðarhreppi.
Ekki næst að taka sýni úr öllum farþegum Norrænu áður en hún kemur til hafnar á Seyðisfirði í dag eins og stefnt var að. Persónuverndaryfirvöld í Færeyjum lögðust gegn skimun Íslendinga áður en komið yrði inn á íslenskt yfirráðasvæði.
Þeir sem leið hafa átt framhjá flugvellinum á Egilsstöðum eftir hádegi í dag hafa margir veitt því athygli að fjórar einkaþotur eru staddar á vellinum í dag. Þrjár þeirra eru í eigu breska auðjöfursins Jim Ratcliffe.
Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hvetur stjórnendur fyrirtækja, verslana og stofnana til að fara yfir smitvarnir á sínum stöðum og hvort hallað hafi undan fæti í þeim síðustu vikur.