Allar fréttir

Skólar Fjarðabyggðar opnir eins lengi og hægt er

Skólar Fjarðabyggðar verða opnir eins lengi og hægt er í ljósi smitvarna gegn kórónaveirunni Covid-19 en gerðar ráðstafanir til að hindra útbreiðslu veirunnar. Bæði þar og á Vopnafirði hefur félagsstarf aldraðra verið fellt niður.

Lesa meira

„Hollt og gott að senda meiri kærleik út í heiminn“

Kærleiksdagar voru haldnir öðru sinni í Verkmenntaskóla Austurlands í síðustu viku. Markmið dagana er að safna fé til kærleiksríks málefnis sem nemendur velja. Pieta, forvarnarsamtök gegn sjálfskaða og sjálfsvígum, varð fyrir valinu í ár og söfnuðust rúmar 160 þúsund krónur.

Lesa meira

Sjö í sóttkví en ekkert smit

Sjö einstaklingar á Austurlandi eru í sóttkví samkvæmt tilmælum Almannavarna til að hindra útbreiðslu kórónaveirunnar Covid-19. Enn hefur ekki greinst smit á svæðinu. Almannavarnir á Austurlandi hafa nýtt síðustu daga til að undirbúa viðbrögð þegar og ef smit kemur upp á svæðinu.

Lesa meira

Eldhúsyfirheyrslan: Tapaði næstum glórunni eftir grænt blandara slys

Í eldhúsyfirheyrslu vikunnar er hún Alda Björg Lárusdóttir. Matgæðingur síðustu viku skoraði á hana að taka þátt og lét hún ekki spyrja sig tvisvar. Alda er búsett á Egilstöðum ásamt manni sínum og börnum. Hún starfar með eldri borgurum í Hlymsdölum á Egilsstöðum. Hún deilir með okkur uppskrift að afar girnilegum kanilsnúðahjörtum.

Lesa meira

Eskfirðingur í eldlínunni

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur staðið í eldlínunni síðustu vikur við að reyna að hamla útbreiðslu kórónaveirunnar á Íslandi. Það sem færri vita er að Þórólfur er að hluta til alinn upp á Eskifirði.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar