Sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson prestur í Austfjarðaprestakallivakti vakti athygli síðustu jól þegar hann sjálfur söng Ó helga nótt. Hann lét ekki þar við sitja og kom öllum á óvart og söng í lokaatriði Kommablótsins í Neskaupstað við mikinn fögnuð viðstaddra.
Sérstakar öskudagsmessur verða sungnar í Eydala- og Stöðvarfjarðarkirkju í fyrramálið og boðið upp á brauð eftir uppskrift úr biblíunni. Öskudagur á sér rætur í kristnum hefðum þar sem askan er tákn um hreinsun.
Hafrannsóknastofnun telur að loðnuganga, sem sást skammt undan Papey á sunnudag, hafi verið mæld fyrr í mánuðinum í skipulögðum leitarleiðangri. Áfram verður fylgst með stöðunni á miðunum.
Nemendur í Nesskóla í Neskaupstað hafa ekki enn farið af stað í bæinn til að halda upp á öskudag vegna vonds veðurs. Færð á og í kringum Egilsstaði er slæm.
Félagar í Félagi opinberra starfsmanna á Austurlandi (FOSA) hafa samþykkt þátttöku í verkfallsaðgerðum BSRB sem starfa hjá sveitarfélögum víða um land. Verkfallið hefst mánudaginn 9. mars hafi ekki samist fyrir þann tíma.
Hjón á Egilsstöðum eru í heimasóttkví eftir að hafa komið heim frá einu þeirra héraða á Ítalíu þar sem kórónaveiran hefur breiðst út. Ekki er grunur um að Héraðsbúarnir séu smitaðir.
Nestaksmótið í Pílukasti fór fram á dögunum og er þetta fyrsta mótið haldið af Pílukastfélagi Fjarðabyggðar sem stofnað var í fyrra. Ellefu manns tóku þátt og sigurvegari mótsins var Sævar Steinn Friðriksson.