Allar fréttir

Stefnt að áframhaldandi loðnuleit á næstu dögum

Meiri loðna fannst í loðnuleitarleiðangri sem lauk um helgina heldur en þegar leitað var í janúar. Ekki hefur þó enn fundist næg loðna til að hægt sé að gefa út veiðikvóta en leit verður haldið áfram á næstu dögum.

Lesa meira

Eldhúsyfirheyrslan: Afbrigði af hlaupara uppáhald fjölskyldunnar

Áslaug Lárusdóttur er uppalin Breiðdælingur en býr nú ásamt fjölskyldu sinni í Neskaupstað. Hún er skrifstofustjóri á Náttúrustofu Austurlands. Hún er þekkt fyrir leikni sína í eldhúsinu og stórgóðar tertuveislur og því tilvalin í eldhúsyfirheyrslu sem matgæðingur vikunnar. 

Lesa meira

Körfubolti: Öruggur sigur á nágrönnunum frá Hornafirði

Höttur vann Sindra frá Höfn 107-63 þegar liðin mættust í fyrstu deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum á föstudagskvöld. Stærstu tíðindi kvöldsins voru þau að Hreinn Gunnar Birgisson, fyrrum fyrirliði, hefur dregið fram skóna á ný.

Lesa meira

„Ég vil efla áhuga og starfsemi fyrir börn sem hafa áhuga“

Berglind Sigurðardóttir á Refsstað í Vopnafirði hefur haldið opið hús frá árinu 2011 í gömlu refahúsi sem þau hjónin breyttu í hesthús sem fékk fljótt nafið Tuggan. Í fyrra reistu þau svo áfasta reiðskemmu við hesthúsið og buðu þá krökkum að koma og prófa að fara á hestbak. Á morgun laugardaginn 8. febrúar verður svo næsta opna hús.

Lesa meira

Nýr íþróttaskóli fer af stað á Eskifirði um helgina

Næstkomandi sunnudag fer af stað íþróttaskóli á Eskifirði. Hann er ætlaður tveggja til sex ára börnum. Það eru fjórar vinkonur sem tóku sig til og ætla að sjá um íþróttaskólann. Hann verður á hverjum sunnudegi næstu þrjá mánuði. Nýtt íþróttaþema verður í hverjum mánuði. 

Lesa meira

Reyðfirðingur útbjó þorrasultu fyrir grænkera

Matreiðslumeistarinn Bjarki Gunnarsson frá Reyðarfirði er maðurinn að baki þorrasultu fyrir grænkera sem vakið hefur mikla lukku á þorrablótum, bæði í hans gamla heimabæ sem og á höfuðborgarsvæðinu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar