Allar fréttir

„Að sjálfsögðu er eini raunverulegi kosturinn að hækka verðin“

Forstjóri Íslandspósts telur ósanngjarnt að útgefendur héraðsfréttablaða beini spjótum sínum að fyrirtækinu fyrir ákvörðun þess að afnema sérstaka gjaldskrá um dreifingu blaða- og tímarita. Ákvörðunin hafi verið tekin algjörlega á viðskiptalegum forsendum og út frá samkeppnissjónarmiðum.

Lesa meira

Körfubolti: Hamar stöðvaði sigurgöngu Hattar - Myndir

Hamar úr Hveragerði, Breiðablik úr Kópavogi og Höttur eru öll í hnapp á toppi fyrstu deildar karla eftir að Hamar lagði Hött 70-75 á Egilsstöðum í gærkvöldi. Þjálfari Hattar segir leikinn í gær hafa verið vel spilaða viðureign tveggja öflugra liða.

Lesa meira

Áhyggjur af áhrifum virkjunar Þverár á votlendi

Skipulagsstofnun telur skerðingu á votlendi neikvæðustu umhverfisáhrif fyrirhugaðar virkjunar í Þverá í Vopnafirði. Stofnunin vill að fundin verði ný leið fyrir ríflega 5 km þrýstipípu, sem leiðir vatn úr miðlunarlóni í stöðvarhús.

Lesa meira

Leikmaður Þróttar á daginn en Herra Katalónía á kvöldin

Jesús Maria Montero Romero, leikmaður karlaliðs Þróttar Neskaupstað í blaki gerði sér lítið fyrir og var kosinn Herra Katalónía um þar síðustu helgi. Hann ætlaði að skjótast til Spánar til að taka þátt í undakeppni fyrir keppnina Herra Katalónía en ferðin reyndist mikið ævintýri. 

Lesa meira

Innanlandsflug niðurgreitt frá 1. september?

Stefnt er að því að niðurgreiðsla hefjist á innanlandsflugi fyrir íbúa á svæðum hefjist þann 1. september næstkomandi. Framkvæmdastjóri Austurbrúar er meðal þeirra sem sæti eiga í verkefnishópi sem ætlað er að útfæra niðurgreiðsluna.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar