Allar fréttir
Lítið fór fyrir landsliðsmanni í Breiðdal
Ábúendur á bænum Hlíðarenda í Breiðdal urðu undrandi í gær þegar þangað barst bréf, stílað á einstakling sem þau könnuðust ekki við að væri búsettur þar. Við eftirgrennslan reyndist maðurinn hafa verið með lögheimili þar síðan í haust. Ekki þarf að fá leyfi hjá eiganda fasteignar til að skrá þar lögheimili.Sex sóttu um starf lögreglustjóra
Sex umsóknir bárust um starf lögreglustjórans á Austurlandi en umsóknarfrestur rann út á föstudag. Nýr lögreglustjóri verður skipaður frá og með 1. mars.Eldur í ruslatunnum í Neskaupstað
Snarræði slökkviliðsmanna varð til þess að eldur sem kom upp í tveimur ruslatunnum sem stóðu við verslunarhúsnæði í miðbæ Neskaupstaðar náði ekki að læsa sig í húsið. Þar virðast aðeins hafa orðið minniháttar skemmdir.„Ég vildi reyna að finna nafn sem myndi einmitt vekja viðbjóð"
Hljómsveitin Sárasótt frá Stöðvafirði hitaði upp fyrir DDT Skordýraeitur á nýafstöðnum útgáfutónleikum þeirra milli jóla og nýárs. Sárasótt var stofnuð formlega árið 2017. Forsprakki hljómsveitarinnar, Þórir Snær Sigurðsson, auglýsti eftir meðlimum en fékk bara svör frá grunnskólastrákum en var sjálfur að kominn yfir tvítugt. Hann lét það ekki stoppa sig og hljómsveitin varð til.