Allar fréttir
Möðrudalsöræfum lokað í kvöld
Vegagerðin hefur ákveðið að loka leiðinni milli Norður- og Austurlands um Möðrudalsöræfi frá klukkan 20:00 í kvöld. Varað er við miklu norðvestanhvassviðri á Austfjörðum og líkur eru á að fleiri vegir lokist.Von á vandræðum í óvenju langvinnum og vondum sumarbyl
Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun sem gildir frá seinni parti mánudags til þriðjudagskvölds. Útlit er fyrir að færð á vegum spillist vegna hríðar og íbúar eru hvattir til að huga að lausamunum og búfénaði. Gular viðvaranir síðar í vikunni gætu enn orðið verri.Tónlist getur raunverulega gert kraftaverk
Margrét Perla Kolka Leifsdóttir, framhaldsskólakennari í Neskaupstað, lærði tónlistarmeðferð í Danmörku á sínum tíma. Hún hefur í gegnum tónlistina náð sambandi við fólk langt gengið með alzheimer-sjúkdóminn.Vel gekk að aðstoða súralsskip í vandræðum í Reyðarfirði
Bilun varð í vélbúnaði súrálsskipsins Clear Sky sem var á leið inn Reyðarfjörð með fullfermi snemma á laugardaginn var. Þurfti að kalla Landhelgisgæsluna til aðstoðar þar sem skipið var of þungt fyrir dráttarbáta á svæðinu en fljótt og vel gekk að draga skipið til hafnar á Mjóeyri þegar Þór kom á svæðið.