Allar fréttir

Yfirheyrslan: Reyni að vera kurteis og fá fólk til að hlægja

Axel Valsson Fáskrúðsfirðingur og fótboltastrákur með meiru sló rækilega í gegn í vikunni þegar myndband af honum að lýsa af innlifun lokum leiks Leiknis og Fjarðabyggðar í knattspyrnu um síðustu helgi fór eins og eldur um internetið. Axel er í yfirheyrslu vikunnar.

Lesa meira

Ein með tómat, sinnep og 42 milljónum.

Hjón á Austurlandi duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þau keyptu sér lottómiða í sjoppunni á Reyðarfirði. Þau voru alein með allar tölur réttar og unnu rúmar 42 milljónir

Lesa meira

Engar breytingar hjá Arion á Egilsstöðum

Engar breytingar urðu á eina útibúi Arion-banka á Austurlandi, sem staðsett er á Egilsstöðum, í umfangsmiklum breytingum sem kynntar voru hjá bankanum í morgun.

Lesa meira

Sammála um að landtengja Norrænu

Fulltrúar Seyðisfjarðarkaupstaðar og Smyril-Line, rekstrarfélags ferjunnar Norrænu, eru sammála um að stefna að því að koma upp tengingu þannig að ferjan geti tengst við rafmagn þegar hún liggur í höfn á Seyðisfirði.

Lesa meira

Hægt að venjast kuldanum en aldrei vindinum

Þrír knattspyrnumenn frá karabíska eyríkinu Trinidad og Tobago spiluðu í sumar með Einherja í þriðju deild karla auk þess sem einn þeirra er þjálfari liðsins. Þeir segja Vopnafjörð hafa verið minni en þeir reiknuðu með en bæjarbúa hafa tekið þeim opnum örmum.

Lesa meira

Engar umsóknir þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar eftir iðnaðarmönnum

Fyrirtækið Launafl á Reyðarfirði hefur undanfarna mánuði auglýst ítrekað um allt land eftir iðnaðarmönnum en viðbrögðin hafa verið lítil sem engin. Þetta leiðir til þess að erfiðra verður að sinna þeirri þjónustu sem þarf. Framkvæmdastjórinn segir að auka þurfi hvata í grunnskólum til að nemendur velji síðar iðnnám.

Lesa meira

Íslenska ríkið vill selja Gamla ríkið

Húsið að Hafnargötu 11 á Seyðisfirði, oft þekkt sem „Gamla ríkið“ er meðal þeirra bygginga sem íslenska ríkið hefur í hyggja að selja á næstunni. Þetta kemur fram í drögum að fjárlögum næsta árs.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar