Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir flutti hátíðarræðu í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum á 17. júní. Þar hvatti hún gesti til að stíga í átt að kærleiksríkara samfélagi sem ekki byggir á veraldlegum eignum heldur raunverulegum gildum.
Ævintýragjarnir flugkappar á fimm flugvélum og þyrlu lentu á Egilsstaðaflugvelli laust fyrir klukkan þrjú í dag. Ferð hópsins er heitið frá Bretlandi til Norður-Ameríku, í gegnum Ísland, Færeyjar og Grænland í kjölfar ferjuflugmanna úr seinna stríði. Flugmennirnir eru líka í keppni sín á milli.
Töluverðar breytingar standa fyrir hjá Húsi Handanna á Egilsstöðum sem rekja má til eflingu stafrænnar upplýsingagjafar og breyttra neysluhátta landans. Lögð verður áhersla á vistvænar vörur í versluninni.
Fjórir keppendur á vegum UÍA hafa að undanförnu orðið Íslandsmeistarar í frjálsíþróttum. Austfirskt íþróttafólk hefur að auki bætt sig verulega á þeim Meistaramótum Íslands í frjálsíþróttum sem búin eru.
Ekki er enn að fullu ljóst hvaða áhrif nýsamþykkt lög um fiskeldi hafa á starfsemi austfirskra fiskeldisfyrirtækja. Framkvæmdastjóri Laxa segir grátlegt ef fyrirtæki þurfi að hefja ferli sitt upp á nýtt vegna manneklu í stofnunum.
„Að sjálfsögðu pöntuðum við góða veðrið fyrir gönguvikuna og það gekk eftir. Ekki er heldur annað að sjá í kortunum en bongóblíðu á næstunni,” segir Sævar Guðjónsson, einn þeirra sem stendur að gönguvikunni „Á fætur í Fjarðabyggð” sem hófst á laugardaginn.