Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands hefur ákveðið að fella niður skráningargjöld fyrir þátttakendur af sambandssvæðinu á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður í Neskaupstað 28. – 30. júní næstkomandi. Undirbúningi mótsins miðar vel.
Austurbrú hefur hleypt af stokkunum tveimur nýjum rafrænum námskeiðum sem ætlað er að mæta fræðsluþörf ferðaþjónustunnar á Austurlandi og auka gæði hennar. Þetta eru umfangsmestu námskeiðin af þessu tagi sem hönnuð hafa verið og framleidd innan Austurbrúar.
Lið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis vann á sunnudag 8-0 stórsigur á Leikni Reykjavík í annarri deild kvenna í knattspyrnu en liðin léku á Reyðarfirði. Fyrirliði liðsins segist hafa fulla trú á að liðið geti blandað sér í toppbaráttu deildarinnar.
„Við bara hvetjum alla skapandi einstaklinga til þess að sækja um, en það eru örfá laus pláss hjá okkur í júlí og ágúst,” segir Heiðdís Þóra Snorradóttir, verkefnastjóri Art Attack í Neskaupstað, um listamannadvölina sem verkefinu tengist.
Fyrir nákvæmlega ári fengum við skötuhjú þær stórkostlegu fréttir að annað okkar hefði unnið í happadrætti. Ekki venjulegu happadrætti reyndar, það voru engir fjármunir í spilinu. Vinningurinn var ekki af verri endanum, lítil, blá bók sem táknar frelsið sjálft. Við vorum bæði orðnir íslenskir ríkisborgarar.