Samtökin Stelpur Rokka! standa fyrir rokkbúðum fyrir stelpur og konur á Austurlandi í sumar. Guðrún Veturliðadóttir framkvæmdarstýra Stelpur Rokka! á Austurlandi segir mikinn sköpunarkraft búa í austfirskum stelpum.
Ekki var nógu vel staðið að fjárhagslegum undirbúningi sameiningar embætta sýslumanna árið 2015 og launakostnaður gróflega vanmetinn. Þetta hefur meðal annars bitnað illa á sýslumanninum á Austurlandi þar sem eigið fé var neikvætt um 30 milljónir þremur árum eftir sameininguna.
Blakdeild Þróttar Neskaupstað hefur samið við Spánverjann Raúl Rocha Vinagre um að þjálfa meistaraflokka félagsins á næstu leiktíð auk þess að koma að þjálfun yngri flokka.
Nú stendur yfir Hreyfivika UMFÍ með fjölbreyttri dagskrá útum allt Austurland. Hildur Bergsdóttir er boðberi hreyfingar á vegum UMFÍ og tekur það hlutverk alvarlega.
Höfundur: Jón Steinar Garðarsson Mýrdal • Skrifað: .
Það er ánægjulegt að vera með ykkur hérna í dag, ekki vegna málefnisins, manngerðar röskunar á loftslagi jarðarinnar, sem er mjög alvarleg. En það er mjög ánægjulegt að sjá hvernig umræðan um loftslagsbreytingar hefur færst frá því að vera eingöngu meðal vísindamanna til þess að vera meðal almennings og ekki síst fyrir þá miklu bylgju ungs fólks sem nú krefst þess um allan heim að þessi krísa verði tekin alvarlega og að brugðist verði við með markvissum aðgerðum til þess að lágmarka skaðann af henni.
Rúmur helmingur þeirra leikmanna íslenska kvennalandsliðsins sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum hefur einhvern tíman á ferlinum leikið með Þrótti Neskaupstað.
Kvenfélag Reyðarfjarðar styrkti nýverið Foreldrafélag leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði til kaupa á húsgögnum sem einnig nýtast sem leikföng og eiga að nýtast til að örva leik- og hreyfiþroska barnanna.