
Allar fréttir


„Mikilvægt að fötin hafi karakter“
Lilja Sigurðardóttir selur barnaföt sem hafa vakið athygli fyrir að vera litrík og afar fjölbreytt. Hún fékk hugmyndina fyrir fimm árum. Hún hefur einnig verið með skraut úr tré og keramik en aðaláherslan er þó barnafötin.
Fjárhundakeppni Austurlandsdeildar SFÍ - Úrslit
Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands stóð fyrir fjárhundakeppni á Eyrarlandi í Fljótsdal laugardaginn 9. nóvember. Keppt var í hefðbundnum flokkum fjárhundakeppni. Þorvarður Ingimarsson á Eyrarlandi, formaður Austurlandsdeildar Smalahundafélags Íslands, sigraði í A-flokki með hund sinn Spaða og var í 3. sæti í sama flokki með Queen.
Símalínum ofar
Veturinn 1951 var líklega einn sá snjóþyngsti á Héraði á síðustu öld. Sumarið 1950 var óþurrkasamt og hey víða af skornum skammti. Guðmundur Jónasson, bílstjóri, kom að sunnan 18. mars á snjóbíl og flutti fóður og hey til bænda. Á Jökuldal ók hann á snjó yfir símalínurnar.
Jólin byrja í Dalahöllinni
Jólamarkaður Dalahallarinnar (reiðhöllin í Norðfirði) verður haldinn í 10. sinn laugardaginn 16. nóvember, frá kl. 12.00 - 17.00. Það er æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Blæs og stjórn Dalahallarinnar í Norðfirði sem standa fyrir markaðnum.
Löglærður fulltrúi ekki endanlega niðurlagður
Ekki verður ráðið í stöðu löglærðs fulltrúa sýsluskrifstofunnar á Eskifirði þegar Sigrún Harpa Bjarnadóttir lætur af störfum 1. desember. Ekki er þó um endanlega niðurlögn stöðunnar að ræða. Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur sent frá sér harðorða bókun um málið.
Hinsegin Austurland
Nýverið voru þættirnir Svona fólk sýndir á RÚV og hlutu mikla athygli. Þættirnir fjalla um sögu homma og lesbía á Íslandi og réttindabaráttu undangenginna áratuga. Á þessum tíma hefur samfélagið svo sannarlega breyst til hins betra og við stefnum í rétta átt þó enn séu hópar hinsegin fólks komnir mun skemur á veg í sinni baráttu en hommar og lesbíur.